Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Deildabikarinn: Fulham, Burnley og Brighton áfram
Dwight McNeil og Jay Rodriguez voru báðir í nokkuð sterku byrjunarliði Burnley gegn Millwall.
Dwight McNeil og Jay Rodriguez voru báðir í nokkuð sterku byrjunarliði Burnley gegn Millwall.
Mynd: Getty Images
Jóni Daða tókst ekki að skora gegn Burnley.
Jóni Daða tókst ekki að skora gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn er Millwall var slegið úr enska deildabikarnum rétt í þessu.

Millwall tók á móti Burnley og úr varð hörkuleikur þar sem mörk frá Josh Brownhill og Matej Vydra gerðu gæfumuninn.

Burnley mætir annað hvort Manchester City eða Bournemouth í næstu umferð. Jóhann Berg Guðmundsson var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður ekki með í næstu umferð.

Aboubakar Kamara og Bobby Reid gerðu þá mörk Fulham í 2-0 sigri gegn Sheffield Wednesday. Fulham er því komið áfram í næstu umferð þar sem liðið mætir Brentford. Fulham mætti Brentford síðast í byrjun ágúst, í úrslitaleik um úrvalsdeildarsæti.

Varalið Brighton lagði þá Preston North End að velli á meðan Stoke City hafði betur gegn Gillingham.

Millwall 0 - 2 Burnley
0-1 Josh Brownhill ('45 )
0-2 Matej Vydra ('93)

Fulham 2 - 0 Sheffield Wed
1-0 Aboubakar Kamara ('9 )
2-0 Bobby Reid ('32 )

Preston NE 0 - 2 Brighton
0-1 Alireza Jahanbakhsh ('57 )
0-2 Alexis MacAllister ('75 )

Stoke City 1 - 0 Gillingham
1-0 Tyrese Campbell ('37 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner