Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 23. september 2020 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche staðfesti að Dale Stephens er á leið til Burnley
Burnley hafði betur gegn Millwall í enska deildabikarnum í kvöld og staðfesti Sean Dyche í viðtali að leikslokum að Dale Stephens er á leið til félagsins.

Stephens er 31 árs miðjumaður sem gengur í raðir Burnley eftir sex ár hjá Brighton.

Stephens hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Brighton undanfarin ár og spilaði 33 deildarleiki á síðustu leiktíð.

Stephens tekur stöðu Jeff Hendrick í hópi Burnley, en Hendrick skipti yfir til Newcastle á frjálsri sölu fyrr í sumar.

„Dale kemur inn í hópinn með mikla reynslu og yfirvegun. Hann á eftir að smellpassa inn í hópinn og gera frábæra hluti hér," sagði Dyche eftir sigurinn gegn Millwall.
Athugasemdir
banner
banner