Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins, fékk dýrkeypt rautt spjald í leik Belgíu gegn Wales í Þjóðadeildinni í gær.
Martínez fékk að líta beint rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir að Wales tæki hratt innkast í uppbótartíma.
Hann verður í banni í leik Belgíu gegn Hollandi á sunnudag en Thierry Henry, aðstoðarmaður hans, mun stýra liðinu.
Martínez þarf nú að bjóða öllum hópnum út að borða og því ansi dýrkeypt spjald.
„Þetta var kannski gult spjald en aldrei rautt. Ég var bara að reyna að hægja aðeins á leiknum. Hazard sagði við mig að reglan er þannig í Belgíu að maður þurfi að bjóða öllum út að borða eftir rautt spjald. Ég mun því gera það," sagði Martínez.
Athugasemdir