Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn sem liðið spilar í umspilinu fyrir HM.
Hún er að glíma við meiðsli en það styttist þó í endurkomu hennar.
Hún er að glíma við meiðsli en það styttist þó í endurkomu hennar.
Cecilía, sem er 19 ára gömul, er einn efnilegasti markvörður í heimi og stór vísbending um það er að þýska stórveldið Bayern München hafi samið við hana í sumar.
Í dag skrifar fréttakonan Ameé Ruszkai stóra grein um íslenska markvörðinn fyrir vefmiðilinn Goal sem er stór á heimsvísu.
Í greininni ræðir hún við markvarðarþjálfarann Þorstein Magnússon sem vann lengi með Cecilíu. Hann segir að það hafi verið ljóst snemma að þarna væri einstaklingur með sérstaka hæfileika.
„Við æfðum saman sex daga í viku. Þetta var erfitt fyrir hana en hún hélt alltaf áfram," segir Þorsteinn og minnist til þess að hún hafi æft útspörk sín með því að sparka boltanum fram völlinn 400-500 sinnum á dag.
Cecilía vonast til þess að fara á HM með Íslandi á næsta ári en það kemur í ljós í næsta mánuði hvort það takist eða ekki.
Hægt er að smella hérna til að lesa greinina um Cecilíu.
Sjá einnig:
Fékk fyrstu tækifærin 13 ára - „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"
Cecilía um Þorstein: Án hans væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag
Athugasemdir