Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 28. mars
Championship
Sheffield Utd - Coventry - 20:00
Bundesligan
Leverkusen - Bochum - 19:30
Frauen
Koln W - Carl Zeiss Jena W - 17:30
WORLD: International Friendlies
Oman U-17 - Vietnam U-17 - 17:00
Yemen U-17 - Uzbekistan U-17 - 19:00
Toppserien - Women
Stabek W - SK Brann W - 17:00
Úrvalsdeildin
Kr. Sovetov - Lokomotiv - 15:30
fim 01.apr 2021 18:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fékk fyrstu tækifærin 13 ára - „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er uppalin hjá Aftureldingu og gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið 2019. Í mars gekk hún í raðir Örebro í Svíþjóð og ef ekkert stórkostlegt kemur upp á þá skrifar hún undir atvinnumannasamning hjá Everton eftir að hún verður átján ára.

Hún var spurð út í ferilinn til þessa, Aftureldingu, Fylki, landsliðið og fleira. Fljótlega verða einnig birtar stuttar greinar úr öðrum svörum Cecilíu.

Ég er ekki skírð í höfuðið á neinum
Ég er ekki skírð í höfuðið á neinum
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Og grípa svo þau tækifæri sem ég vonandi fæ
Og grípa svo þau tækifæri sem ég vonandi fæ
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvitað vill maður alltaf gera betur en þannig verður þú líka betri
Auðvitað vill maður alltaf gera betur en þannig verður þú líka betri
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós og Cecilía eru áfram liðsfélagar, nú hjá Örebro.
Berglind Rós og Cecilía eru áfram liðsfélagar, nú hjá Örebro.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var bara geggjaður dagur í alla staði
Þetta var bara geggjaður dagur í alla staði
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stundum þarf maður að klessa á vegg til þess að læra
Stundum þarf maður að klessa á vegg til þess að læra
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var líklega besta mómentið á ferlinum hingað til
Það var líklega besta mómentið á ferlinum hingað til
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið
Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég er mjög stolt af liðinu þegar ég horfi til baka
Ég er mjög stolt af liðinu þegar ég horfi til baka
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er alls ekkert sjálfgefið að fá það tækifæri
Það er alls ekkert sjálfgefið að fá það tækifæri
Mynd/Raggi Óla
Sjá einnig:
Leikur í Svíþjóð í sumar - „Ótrúlega glöð að vera komin á þennan stað"
„Það er kannski ekkert venjulegt við það að fá fimm leiki nýorðin þrettán ára sem markvörður"
Minna spurt út í nafnið í dag
Hvaðan kemur nafnið Cecilía?

„Ef ég á að vera hreinskilin veit ég ekki af hverju ég heiti þetta því ég er ekki skírð í höfuðið á neinum og mamma og pabbi bæði íslensk þannig þetta er mjög góð spurning," sagði Cecilía.

„Ég held að ég fékk hana að meðaltali fimm sinnum á dag þegar ég var yngri en það er minna spurt mig út í þetta núna, kannski flestir vinir mínir bara búnir að venjast því."

Meiddist á pæjumótinu og var sett í markið
Hvenær og af hverju ákvað Cecilía að verða markvörður?

„Ég segi alltaf frá því þegar ég var á pæjumótinu í Eyjum og meiddist eitthvað smá þannig ég var sett í markið, svo stóð ég mig bara ágætlega og fannst mjög gaman þannig ég hélt því bara áfram."

Var hún í öðrum íþróttum?

„Nei, ég hef bara æft fótbolta ég mætti reyndar á eina körfuboltaæfingu en því miður varð ekkert úr því."

Fékk tækifærið hjá uppeldisfélaginu þrettán ára
Cecilía lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2017 og var svo í stærra hlutverki sumarið 2018. Hvernig var að stíga fyrstu skrefin með uppeldisfélaginu?

„Það kom mér frekar mikið á óvart þegar ég var tekin inn á meistaraflokksæfingar í nóvember 2016, þá nýorðin 13 ára. Þegar ég hugsa til baka er ég Júlla [Júlíus Ármann Júlíusson] þjálfara ótrúlega þakklát fyrir það að hafa leyft mér að æfa með þeim og að hafa tekið mig svona unga upp í meistaraflokk, það er alls ekkert sjálfgefið að fá það tækifæri."

„Eftir að hafa fengið að æfa með þeim um veturinn stefndi ég í rauninni alltaf á það að fá að spila og mætti á allar æfingar með það markmið að fá mínútur um sumarið. Svo þegar ég fékk loksins að spreyta mig með liðinu fannst mér það náttúrulegt og raunhæft skref á ferlinum."

„Það er kannski ekkert venjulegt við það að fá fimm leiki nýorðin þrettán ára sem markvörður, eins og ég kom inn á áðan verð ég Júlla alltaf þakklát fyrir þessa dýrmæta reynslu og tækifæri sem ég fékk með uppeldisfélaginu."


Var Cecilía ánægð með eigin frammistöður?

„Varðandi frammistöðu mína þessi sumur og þá sérstaklega 2018 þar sem ég var í meira aðalhlutverki þar, þá var ég bara nokkuð ánægð með eigin frammistöður en auðvitað vill maður alltaf gera betur en þannig verður þú líka betri."

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"
Af hverju fór Cecilía í Fylki fyrir tímabilið 2019?

„Eftir 2018 tímabilið hjá Aftureldingu fannst mér ég vera tilbúin í það að taka næsta skref. Helsta ástæðan fyrir því að ég valdi Fylki er sú að Steini markmannsþjálfarinn minn tók við markmannsþjálfun hjá meistaraflokkum félagsins. En aðrir þættir spiluðu líka inn í eins og umhverfi, þjálfarar og stefna félagsins, sem var að byggja upp og gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að vaxa og verða betri."

„Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun og ég myndi ráðleggja öllum ungum leikmönnum að komast í svona umhverfi eins og hjá Fylki því þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið."


Ef hún horfir á þessi tvö tímabil, er hún sátt við það sem hún náði að afreka og hvernig liðinu gekk?

„Ég er mjög stolt af liðinu þegar ég horfi til baka, sem nýliðar í deildinni enduðum við í 6. sæti ásamt því að tapa naumlega í undanúrslitum í bikar. Það tap var ótrúlega svekkjandi en gaf okkur bara auka innspýtingu inn í næstu leiki það sumar. Síðan náðum við besta árangri félagsins frá upphafi í fyrra sem var 3. sæti eftir mjög erfitt og krefjandi ár."

Líklega besta augnablikið á ferlinum
Cecilía spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir um ári síðan. Hún kom fyrst inn í hópinn haustið 2019. Hvernig var að fá fyrsta kallið og spila fyrsta leikinn?

„Það er alltaf ótrúlegur heiður að vera valin í landsliðið og ég er þakklát Jón Þór [Haukssyni] og þjálfarateyminu að hafa tekið þá ákvörðun að velja mig í hópinn svona unga og síðan að gefa mér tækifæri í fyrra. Það var líklega besta mómentið á ferlinum hingað til að fá að spila fyrir Íslands hönd."

Hvernig horfir landsliðið við Cecilíu í dag?

„Auðvitað vilja allir spila fyrir Ísland en það eina sem ég get gert núna er að leggja hart af mér á hverjum degi og grípa svo þau tækifæri sem ég vonandi fæ."

Höfðu það ekki í sér að klára horfa á leikinn
Hvernig var að heyra lokaflautið í Ungverjalandi, vita að þetta væri sætið á EM væri komið langleiðina í hús? Og svo seinna um kvöldið þegar það var staðfest að þið færuð á EM?

„Það var geggjuð tilfinning að hafa klárað leikinn í Ungverjalandi en samt svolítið skrítið upp á það að nú værum við bara að bíða til þess að vita hvort við kæmumst beint á EM. Það skapaðist samt svo geggjuð stemning inn á fundarherbergi þegar við horfðum á hina leikina þar sem úrslitin þurftu að vera með okkur í liði."

„Ef ég man rétt höfðum við það ekki í okkur að klára leikinn þannig við fórum allar saman inn í matsal og gleðifréttirnar voru tilkynntar stutta síðar. Þannig þetta var bara geggjaður dagur í alla staði."


Cecilía á að baki einn A-landsleik og er í lansliðshópnum í komandi verkefni gegn Ítalíu.

Stundum þarf að klessa á vegg til að læra
Rauða spjaldið gegn Selfossi haustið 2019. Hvað gerðist? Sagði Cecilía eitthvað sem hún sér eftir?

„Eftir leik labba ég til dómaranna og í hreinskilni sagt man ég ekki upp á 10 hvað ég sagði en það var mjög saklaust, ég missti samt sem áður keppnisskapið aðeins frá mér og ég veit það núna að það er engin afsökun en stundum þarf maður að klessa á vegg til þess að læra."

Stór viðurkenning þrjú ár í röð
Cecilía var valin í lið ársins 2019, var það mikil innspýting? Kom henni á óvart hversu vel henni gekk á fyrsta tímabili í efstu deild? Cecilía var einnig valin efnilegust í 1. deildinni sumarið 2018 og efnilegust í Pepsi Max-deildinni 2020.

„Það er auðvitað mikil viðurkenning að vera valin af mótherjum í lið ársins en ég horfði mestmegnis á hana sem viðurkenningu fyrir liðið sem hjálpaði mér mjög mikið á mínu fyrsta tímabili í efstu deild og saman áttum við gott tímabil sem nýliðar."

„Það kom mér í raun og vera lítið á óvart en ég hefði samt aldrei getað það án þess að hafa fullt traust frá Kjartani [Stefánssyni] og Steina [Þorsteinn Magnússon] til þess að spila minn leik og fá að gera mín mistök en það er alls ekkert sjálfgefið að spila svona ungum markmanni hjá liði sem er nýliði í efstu deild og fyrir það verð ég ævinlega þakklát."

„Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir alla vinnuna sem maður leggur á sig en hún breytir í raun og veru engu fyrir mig."


Tígrisdýrabangsinn liggur í Fylkisklefanum
Hvernig gengur í jugglinu (halda hlutum á lofti), hefur Cecilía haldið því við?

„Mjög góð spurning! Ég æfði mig reglulega í þessu þegar covid ástandið var sem mest og var orðin allt í lagi í því en ég þarf að láta reyna á þetta aftur, þónokkuð síðan síðast því miður."

Að lokum, tígrisdýrabangsinn í viðtölum, hélt sú hefð áfram á síðustu leiktíð? Hver átti þá hugmynd í byrjun?

„Ég er í raun og veru ekki viss hver byrjaði á þessu en þetta var greinilega einhver hefð sem var í gangi áður en ég kom í Fylki en hætti því miður stuttu eftir. Ég held að enginn viti í raun ástæðuna, kannski var of mikil pressa að þurfa að annast lukkudýrið alveg fram að næsta leik."

„Ef ég þekki sektarstjórann okkar rétt var risa sekt fyrir að týna honum. Hann liggur núna einhversstaðar inni í klefa greyið,"
sagði Cecilía að lokum.
Athugasemdir
banner