De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 23. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
A-landslið karla áfram í 67. sæti FIFA-listans
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

FIFA listinn yfir bestu fótboltalandslið í karlaflokki hefur verið uppfærður eftir landsleikjahlé og stendur Ísland í stað í 67. sæti listans, eftir tap gegn Lúxemborg og sigur gegn Bosníu.


Það eru engar breytingar á tíu efstu sætum listans þar sem heimsmeistarar Argentínu tróna á toppinum, með Frakkland, Brasilíu, England og Belgíu í næstu sætum fyrir neðan.

Króatía, Holland, Ítalía, Portúgal og Spánn fullkomna svo topp tíu listann, en Þýskaland er dottið niður í fimmtánda sæti. Þjóðverjar eru þar með komnir niðurfyrir Bandaríkin, Mexíkó, Sviss og Marokkó.

Frændur okkar frá Danmörku eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 19. sæti en svo koma Svíar í 23. sæti, einu sæti fyrir ofan Úkraínu.

Noregur er í 44. sæti, Finnland vermir 55. sætið og eru Færeyjar að lokum í 129. sæti.

Íslenska karlalandsliðið hefur hæst verið á 18. sæti heimslistans og neðst í 131. sæti. Frá upphafi útgáfu listans er meðalstaða Íslands á heimslistanum 64. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner