Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 23. september 2023 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Ógeðslega fúlt og svekkjandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir 2-2 jafnteflið gegn Fram á Hásteinsvelli.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Eyjamenn eru í harðri fallbaráttu og því dýrkeypt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Það þýðir að ÍBV er enn í fallsæti með 21 stig þegar þrír leikir eru eftir.

„Það er tvennt; svekktur að ná ekki í þrjú stig af því við áttum það skilið, vorum sterkari aðilinn, grimmari og langaði þetta meira og því er svekkjandi að taka ekki þrjú stig, en að sama skapi gríðarlega stoltur af liðinu, karakternum og andanum í klefanum. Við sýndum blóð á tönnunum og langaði þetta mikið.“

„Jájá, þetta er gríðarlega svekkjandi. Þeir reyndu ekki mikið á okkar mark í dag og fá á okkur tvö mörk er ógeðslega fúlt og svekkjandi, þá sérstaklega á síðustu mínútunum. Línan er bara of neðarlega og það eru fyrstu mistökin í þessu. Hvar sem línan er þá verður þú að klára þinn mann og það vantar fókus í það og þreyta í mönnum, en við erum búnir að hafa svo mikið fyrir því að komast í þessa stöðu og því ógeðslega fúlt að klára það ekki.“

„Það sást langar leiðir að menn ætluðu sér meira en að bíða eftir að leikurinn væri flautaður af í 1-0. Það var alveg klárt, komumst í góðar fyrirgjafastöður og fengum færi. Boltinn var mikið í vítateig hjá þeim og það skilaði sér á endanum og var verðskuldað,“
sagði Hermann við Fótbolta.net.

Hermann sér miklar framfarir og telur að þetta hafi verið einn af betri leikjum tímabilsins.

„Það er stígandi í þessu. Þetta var klárlega einn af okkar betri leikjum og hugarfarið alveg 'spot-on' í dag.“

Oliver Heiðarsson tognaði snemma leiks og var skipt af velli, en Hermann er ekki viss hvort hann verði meira með á tímabilinu.

„Við verðum að sjá hversu alvarlegt þetta er, en auðvitað er lítið eftir. Það eru tvær vikur eftir og það er yfirleitt einhver tími sem fer í þetta. Ég veit það ekki og við erum ekki með niðurstöður úr því, en vonandi verður hann eitthvað í síðustu leikjunum,“ sagði Hermann ennfremur en hann ræðir einnig um Sverri Pál Hjaltested, Tómas Bent Magnússon og Sigurð Grétar Benónýsson í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner