De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   lau 23. september 2023 17:11
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Páll: Vorum betri þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti
watermark Sverrir Páll Hjaltested.
Sverrir Páll Hjaltested.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt, mjög súrt. Við erum að fá mörk á okkur í lokin í síðustu tveimur leikjum," sagði Sverrir Páll Hjaltested, sóknarmaður ÍBV, eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar í dag.

Sverrir skoraði tvö mörk í leiknum, jafnaði og kom Eyjamönnum yfir en í uppbótartíma tryggði Fram sér stig í þessum mikla fallbaráttuslag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við vorum miklu meira með boltann og mér fannst við miklu betri í þessum leik. Við spiluðum betur, þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti. Grasið vel laust í sér."

Sverrir átti stangarskot úr dauðafæri í fyrri hálfleik en fann leiðina í markið í seinni hálfleiknum. Sverrir segir að það hafi ekki haft nein áhrif á sig að klúðra þessu færi.

„Ég pæli ekkert í þessu. Mér fannst ég bara gera vel, ég sá hann inni. Ég æfi mig í að setja hann upp við stöng en í þetta sinn fór boltinn í innri stöngina og út en ekki inn."

Ólafur Íshólm markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu dæmda í öðru marki ÍBV.

„Tommi er ekki inn í markteignum og hann fer í boltann en markvörðurinn fer út í skógarhlaup. Það hefði verið fáránlegt finnst mér ef hann hefði flautað," segir Sverrir.

Hann var nálægt því að skora sigurmarkið og innsigla þrennu sína í uppbótartíma en varnarmaður komst fyrir skotið.

„Ég hitti hann helvíti vel, en vel gert hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner