Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 23. september 2023 17:11
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Páll: Vorum betri þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti
Sverrir Páll Hjaltested.
Sverrir Páll Hjaltested.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt, mjög súrt. Við erum að fá mörk á okkur í lokin í síðustu tveimur leikjum," sagði Sverrir Páll Hjaltested, sóknarmaður ÍBV, eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar í dag.

Sverrir skoraði tvö mörk í leiknum, jafnaði og kom Eyjamönnum yfir en í uppbótartíma tryggði Fram sér stig í þessum mikla fallbaráttuslag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við vorum miklu meira með boltann og mér fannst við miklu betri í þessum leik. Við spiluðum betur, þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti. Grasið vel laust í sér."

Sverrir átti stangarskot úr dauðafæri í fyrri hálfleik en fann leiðina í markið í seinni hálfleiknum. Sverrir segir að það hafi ekki haft nein áhrif á sig að klúðra þessu færi.

„Ég pæli ekkert í þessu. Mér fannst ég bara gera vel, ég sá hann inni. Ég æfi mig í að setja hann upp við stöng en í þetta sinn fór boltinn í innri stöngina og út en ekki inn."

Ólafur Íshólm markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu dæmda í öðru marki ÍBV.

„Tommi er ekki inn í markteignum og hann fer í boltann en markvörðurinn fer út í skógarhlaup. Það hefði verið fáránlegt finnst mér ef hann hefði flautað," segir Sverrir.

Hann var nálægt því að skora sigurmarkið og innsigla þrennu sína í uppbótartíma en varnarmaður komst fyrir skotið.

„Ég hitti hann helvíti vel, en vel gert hjá honum."
Athugasemdir