Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 23. september 2023 17:11
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Páll: Vorum betri þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti
Sverrir Páll Hjaltested.
Sverrir Páll Hjaltested.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt, mjög súrt. Við erum að fá mörk á okkur í lokin í síðustu tveimur leikjum," sagði Sverrir Páll Hjaltested, sóknarmaður ÍBV, eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar í dag.

Sverrir skoraði tvö mörk í leiknum, jafnaði og kom Eyjamönnum yfir en í uppbótartíma tryggði Fram sér stig í þessum mikla fallbaráttuslag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við vorum miklu meira með boltann og mér fannst við miklu betri í þessum leik. Við spiluðum betur, þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti. Grasið vel laust í sér."

Sverrir átti stangarskot úr dauðafæri í fyrri hálfleik en fann leiðina í markið í seinni hálfleiknum. Sverrir segir að það hafi ekki haft nein áhrif á sig að klúðra þessu færi.

„Ég pæli ekkert í þessu. Mér fannst ég bara gera vel, ég sá hann inni. Ég æfi mig í að setja hann upp við stöng en í þetta sinn fór boltinn í innri stöngina og út en ekki inn."

Ólafur Íshólm markvörður Fram vildi fá aukaspyrnu dæmda í öðru marki ÍBV.

„Tommi er ekki inn í markteignum og hann fer í boltann en markvörðurinn fer út í skógarhlaup. Það hefði verið fáránlegt finnst mér ef hann hefði flautað," segir Sverrir.

Hann var nálægt því að skora sigurmarkið og innsigla þrennu sína í uppbótartíma en varnarmaður komst fyrir skotið.

„Ég hitti hann helvíti vel, en vel gert hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner