Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 23. október 2017 14:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bjöggi Stef: Var orðið leiðinlegt að mæta á æfingar
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Björgvin fagnar marki með Haukum.
Björgvin fagnar marki með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson, nýr sóknarmaður KR, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. Björgvin var á dögunum kynntur í Frostaskjólinu.

„Ég gerði ekki ráð fyrir því að KR myndi hringja en svo er þetta það spennandi að það er erfitt að segja nei," segir Björgvin sem verður 23 ára í desember en hann hefur raðað inn mörkum í Inkasso-deildinni.

Rúnar Kristinsson fékk Björgvin til reynslu hjá Lilleström eftir að hann varð markakóngur með Haukum í Inkasso-deildinni 2015.

„Þá fattaði ég að það er rosalega stutt á milli í þessu, þá fattaði maður að ég væri ekki langt frá því að vera á þessu 'leveli'. Ég stóð mig vel og átti góðar æfingar. Eftir fyrstu þrjár æfingarnar segir Rúnar að þeir ætli að reyna að kaupa mig. Svo eru félögin í viðræðum en ná ekki endum saman."

Björgvin segir frá því hversu sérstakur tími veturinn 2015-2016 hafi verið fyrir sig. Hann vildi út í atvinnumennsku en þegar ekkert virtist vera að gerast í þeim efnum sagði hann þjálfara sínum hjá Haukum, skömmu fyrir Íslandsmót, að hann þyrfti að skipta um umhverfi.

„Þá kemur þetta með Val og þetta klárast rétt fyrir Meistarar meistaranna. Ég fékk ekki undirbúninginn sem ég hefði þurft, sérstaklega þegar ég var að fara í svona stórt félag eins og Valur er. Ég held að þetta hafi verið öðruvísi ef ég hefði verið með liðinu allan veturinn," segir Björgvin.

Hann fann sig ekki hjá Val og gekk svo í raðir Þróttar á miðju sumri en Þróttarar voru á hraðleið niður í Inkasso-deildina.

„Þetta tímabil var fyrsta alvöru mótlætið í fótboltanum sem ég lendi í. Ég lærði mikið af þessu en þetta var það leiðinlegt að ég var farinn að missa áhuga á fótbolta. Ég hef aldrei lent í því áður. Það var ekkert að ná að 'mótivera' mann. Mér fannst leiðinlegt að mæta á æfingar. Það var ekkert út á þjálfarana að setja en ég vissi bara ekki hvert ég væri að stefna. Ég er ekki að benda á neitt annað en sjálfan mig, ég hafði verið skítlélegur."

Björgvin ákvað að snúa aftur til Hauka og fara í umverfi sem hann þekkir vel.

„Ég þurfti að komast í anatomíska núllstöðu," segir Björgvin sem skoraði svo 14 mörk með Haukum á liðnu tímabili í Inkasso-deildinni.

Hann gerir sér grein fyrir því að hjá KR er hann að fara í umhverfi þar sem kröfurnar eru ansi miklar.

„Kröfurnar og pressan er það sem mér finnst svo 'sexý' við KR. Ég fíla að spila undir svona pressu, þar sem búist er við því að þú skorir eða gerir eitthvað í hverjum leik. Mér finnst heillandi að fá þá pressu á mig að ég eigi að standa mig. Ég á eftir að sanna mig og ég verð að gera það, annars verð ég skotmark," segir Björgvin sem hefur fulla trú á því að hann geti gert góða hluti í Pepsi-deildinni.

Björgvin viðurkennir að Andri Rúnar Bjarnason, sem varð markakóngur með Grindavík í sumar, sé ákveðin fyrirmynd fyrir sig.

„Það er rosalega stutt á milli í þessu, maður áttar sig ekki á því fyrr en maður sér dæmi eins og með Andra. Ég spilaði með Andra og vissi hvað hann var góður. Hann þurfti bara að hugsa aðeins betur um sig og þá var hann orðinn senter á Skandinavíumælikvarða. Auðvitað horfir maður á Andra og hugsar til þess að hann er fjórum eldri en ég. Maður vill feta í sömu fótspor."

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner