Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dybala að framlengja við Juventus
Paulo Dybala verður áfram hjá Juventus
Paulo Dybala verður áfram hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, framherji Juventus, er að framlengja samning sinn við félagið eftir margra mánaða samningaviðræður. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano staðfestir þetta.

Dybala er 28 ára gamall og verið á mála hjá Juventus síðustu sex ár eða frá því hann kom frá Palermo.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Tottenham fyrir tveimur árum en ekki náðist samkomulag um ímyndarrétt hans.

Juventus var þá reiðubúið að losa sig við hann en hlutverk hans er nú breytt og sér félagið hann sem lykilmann til framtíðar. Samningur hans rennur út næsta sumar og hafa samningaviðræður um nýjan samning verið í gangi í fleiri mánuði.

Romano segir samkomulag nú í höfn og mun hann þéna 10 milljónir evra í árslaun. Juventus mun tilkynna samkomulagið á næstu dögum og er samningurinn til næstu fimm ára.
Athugasemdir
banner
banner