banner
   þri 23. nóvember 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Schmeichel einn af fimm sem tilnefndir eru sem besti markvörður heims
Kasper Schmeichel verið magnaður á þessu ári
Kasper Schmeichel verið magnaður á þessu ári
Mynd: EPA
Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er einn af fimm leikmönnum sem fá tilnefningu sem besti markvörður heims af alþjóðafótboltasambandinu, FIFA.

Schmeichel átti frábært Evrópumótið með Dönum sem komust í undanúrslit og þá vann hann enska bikarinn með Leicester City á síðustu leiktíð.

Danir eru þá búnir að tryggja sér sæti á HM í Katar en liðið tapaði aðeins einum leik í undankeppninni.

Alisson Becker, markvörður Liverpool, er einnig á listanum. Hann hjálpaði Liverpool að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og kom Brasilíu í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins.

Gianluigi Donnarumma er þarna fyrir magnaðan árangur með ítalska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar. Edouard Mendy, markvörður Chelsea, vann Meistaradeild Evrópu og þykir afar líklegur til að hreppa verðlaunin og Manuel Neuer fyrir árangurinn með Bayern München.

Verðlaunin verða afhent þann 17, janúar í höfuðstöðvum FIFA í Zürich.
Athugasemdir
banner
banner
banner