Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 24. febrúar 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 36 ára Cazorla sýnir sínar bestu hliðar í Katar
Santi Cazorla.
Santi Cazorla.
Mynd: Getty Images
Hinn 36 ára gamli Santi Cazorla er að eiga frábært tímabil með Al Sadd í Katar.

Al Sadd vann á dögunum mjög dramatískan sigur á Íslendingaliði Al Arabi í úrvalsdeildinni í Katar. Al Sadd skoraði tvö mörk í uppbótartímanum og gerði Cazorla sigurmarkið með öflugu skoti.

Cazorla er með 12 mörk og tíu stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili, en hann er búinn að vera mjög öflugur síðustu ár með bæði Al Sadd í Katar og Villarreal á Spáni þar sem hann spilaði frá 2018 til 2020.

Cazorla var á mála hjá Arsenal frá 2012 til 2018 en meiðsli léku hann grátt undir lok ferils hans þar. Cazorla fór í 11 aðgerðir og var hann frá í í 668 daga á tveggja ára tímabili þar sem hann fór í aðgerð á hné, fæti og ökkla. Hann var næstum búinn að missa fótinn eftir eina aðgerðina, en gafst aldrei upp.

Margir stuðningsmenn Arsenal hafa lýst yfir söknuði af Cazorla á samfélagsmiðlum eftir að hafa séð sigurmark hans með Al Sadd.

Gæti hann komist í liðið hjá Arsenal í dag?




Athugasemdir
banner
banner