Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 24. febrúar 2024 14:30
Aksentije Milisic
Ten Hag um Höjlund: Bakslag fyrir okkur
Mynd: EPA

Manchester United mætir Fulham klukkan 15 en hinn nítján ára gamli Omori Forson er í byrjunarliði United.

Rasmus Höjlund missir af næstu vikum vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu. Daninn var búinn að skora sjö mörk og gefa tvær stoðsendingar í síðustu sex leikjum fyrir meiðslin.


„Auðvitað er þetta bakslag fyrir Rasmus. Það er bakslag fyrir okkur að geta ekki notað þessa fremstu þrjá áfram sem hafa verið að spila fyrir okkur," sagði Ten Hag, stjóri liðsins.

„Þeir hafa staðið sig mjög vel undanfarið en ég er viss um að við getum stillt upp öðruvísi sóknarlínu sem getur staðið sig jafnvel, skapað færi og mörk."

United missti þá einnig Luke Shaw í meiðsli en Victor Lindelof kemur í vinstri bakvörðinn fyrir hann. Tyrell Malacia, hinn vinstri bakvörðurinn í liði Man Utd, hefur hvergi verið sjáanlegur í allan vetur.

Leikur Man Utd og Fulham hefst klukkan 15 á Síminn Sport.


Athugasemdir
banner
banner
banner