Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
800. mark Messi kom úr aukaspyrnu
Mynd: EPA
Heimsmeistarinn, Lionel Messi, skoraði 800. mark sitt á ferlinum er Argentína vann Panama, 2-0, í vináttulandsleik í nótt.

Messi íhugaði það að hætta eftir HM í Katar en hann ákvað að halda áfram, næsta árið í það minnsta.

Hann var í byrjunarliði Argentínu gegn Panama í nótt og gat þar skorað 800. mark sitt á ferlinum.

Varamaðurinn Thiago Almada kom Argentínu í 1-0 á 78. mínútu og þegar aðeins tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum fékk argentínska liðið aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn.

Messi tók að sjálfsögðu spyrnuna, stýrði henni yfir veginn og efst í hægra hornið.

Hann hefur nú skorað 99 mörk fyrir Argentínu, 692 fyrir Barcelona og 29 mörk fyrir Paris Saint-Germain. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað fleiri mörk en Messi, eða 830 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner