Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 24. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Amazon gerir þætti um Newcastle
Mynd: Getty Images
Heimildarþættir um Newcastle United koma á streymisveitu Amazon Prime Video í lok ársins en þetta staðfestir enska félagið á heimasíðu sinni.

Amazon hefur síðustu ár verið duglegt við það að senda tökulið til félaga um allan heim og fylgja þar leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum eftir.

Þættirnir hafa reynst afar vinsælir en meðal félaga sem hafa komið fram eru Arsenal, Tottenham, Borussia Dortmund, Manchester City og Juventus.

Tökulið hefur fylgt liði Newcastle á þessu tímabili og verður þar bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester United tekinn sérstaklega fyrir.

Þættirnir verða sýndir á Prime Video en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner