Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. mars 2023 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Frakkar rúlluðu yfir Holland - Lukaku með þrennu í Svíþjóð
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Öllum leikjum kvöldsins er lokið í undankeppninni fyrir Evrópumót næsta árs. Í heildina voru spilaðir 8 leikir þar sem stórveldi Frakklands rúllaði yfir hollenska landsliðið með fjórum mörkum gegn engu.


Kylian Mbappe skoraði tvennu í leiknum og er þar með orðinn fimmti markahæsti landsliðsmaður Frakklands frá upphafi - og er aðeins þremur mörkum frá því að jafna Michel Platini í fjórða sæti.

Antoine Griezmann, sem er þriðji markahæstur í sögunni, komst einnig á blað í sigrinum þægilega. Memphis Depay klúðraði vítaspyrnu fyrir Holland undir lokin.

Þar var ekki mikið um óvænt úrslit í leikjum kvöldsins þar sem Romelu Lukaku setti þrennu er Belgía fór létt með Svíþjóð.

Frændur okkar frá Færeyjum náðu þá jafntefli í Moldóvu og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. Heimamenn í Moldóvu gerðu jöfnunarmark úr vítaspyrnu á lokakaflanum, eftir að Mads Mikkelsen hafði komið Færeyingum yfir í fyrri hálfleik.

Marcel Sabitzer skoraði tvö og lagði upp í flottum sigri Austurríkis gegn Aserbaídsjan á sama tíma og Tékkar lögðu Pólverja að velli þökk sé tveimur mörkum á upphafsmínútum leiksins.

Búlgaría tapaði þá heimaleik fyrir Svartfjallalandi og Serbía hafði betur gegn Litháen þar sem Dusan Tadic og nafni hans Dusan Vlahovic sáu um markaskorunina.

B-riðill:
Frakkland 4 - 0 Holland
1-0 Antoine Griezmann ('2 )
2-0 Dayot Upamecano ('8 )
3-0 Kylian Mbappe ('21 )
4-0 Kylian Mbappe ('88 )
4-0 Memphis Depay ('90 , Misnotað víti)

Gíbraltar 0 - 3 Grikkland
0-1 Giorgos Masouras ('11 )
0-2 Manolis Siopis ('45 )
0-3 Anastasios Bakasetas ('58 )

E-riðill:
Tékkland 3 - 1 Pólland
1-0 Ladislav Krejci ('1 )
2-0 Tomas Cvancara ('3 )
3-0 Jan Kuchta ('64 )
3-1 Damian Szymanski ('87 )

Moldóva 1 - 1 Færeyjar
0-1 Mads Mikkelsen ('27 )
1-1 Ion Nicolaescu ('86 , víti)

F-riðill:
Svíþjóð 0 - 3 Belgía
0-1 Romelu Lukaku ('35 )
0-2 Romelu Lukaku ('49 )
0-3 Romelu Lukaku ('83 )

Austurríki 4 - 1 Aserbaídsjan
1-0 Marcel Sabitzer ('28 )
2-0 Michael Gregoritsch ('29 )
3-0 Marcel Sabitzer ('50 )
3-1 Emin Mahmudov ('64 )
4-1 Christoph Baumgartner ('69 

G-riðill:
Búlgaría 0 - 1 Svartfjallaland
0-1 Nikola Krstovic ('70 )

Serbía 2 - 0 Litháen
1-0 Dusan Tadic ('16 )
2-0 Dusan Vlahovic ('53 )


Athugasemdir
banner
banner
banner