Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Hrafnhildur Agnars velur sitt lið
Draumalið Hrafnhildar.
Draumalið Hrafnhildar.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Hrafnhildur Agnarsdóttir.
Hrafnhildur Agnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Toyota opnaði í síðustu viku og rúmlega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Hrafnhildur Agnarsdóttir sem lék í marki KR í fyrra og núverandi nemi í Kaupmannahöfn er búin að velja sitt draumalið í leiknum.

„FC OlgaFærseth er óður til besta íslenska leikmanns sögunnar í tveimur íþróttum og ákvað ég að henda í í 3-5-2 uppstillingu í ár," sagði Hrafnhildur aðspurð út í nafnið á liðinu.

Hún stillir upp þriggja manna vörn fyrir framan Sonný Láru í markinu.

„Í vörninni er ég með stoðsendingamaskínuna Berry og góðvinkonu mína frá Serbíu Tijönu Krstic sem er modern day Roberto Carlos. Þar leyfði ég mexíkanska tuðaranum að stjórna batteríinu," sagði Hrafnhildur og á þá við Biöncu Sierra varnarmann Þórs/KA.

„Á miðjunni er ég með besta leikmann deildarinnar, Cloe Lacasse að stjórna miðjunni við hlið harðasta playmakers Suðurlandsins, Ernu Guðjóns. Með þeim á miðjunni eru tveir efnilegir kjúklingar, Karólína Jack og Dröfn Einars. Svo er Selma Sól kjarninn í hröðum sóknarleik og það þarf ekkert að ræða meira um það."

Fyrirliði liðsins er hin unga og efnilega Sveindís Jane leikmaður Keflavíkur.

„Það gleymist oft að ég á ættir að rekja af Suðurnesjum þannig ég verð að velja þetta loyal svindlfyrirbæri sem Sveindís Jane er og svo besta finisher deildarinnar, Söndru Mayor," sagði Hrafnhildur að lokum.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumalið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur
Draumalið Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner