Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Ódýr vítaspyrna skaut Bayern í úrslit
Lewandowski og félagar fagna sigrinum.
Lewandowski og félagar fagna sigrinum.
Mynd: Getty Images
Werder Bremen 2 - 3 FC Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('36)
0-2 Thomas Müller ('63)
1-2 Yuya Osako ('74)
2-2 Milot Rashica ('75)
2-3 Robert Lewandowski ('80, víti)

Undanúrslitaleikur Werder Bremen og Bayern München í þýska bikarnum var furðu jafn og réðust úrslitin ekki fyrr en undir lokin.

Robert Lewandowski gerði eina markið í jöfnum fyrri hálfleik og tvöfaldaði Thomas Müller forystuna eftir leikhlé.

Milot Rashica vildi þó ekki tapa leiknum og tók til sinna ráða. Hann lagði upp fyrir Yuya Osako á 74. mínútu og jafnaði svo leikinn sjálfur mínútu síðar. Staðan orðin 2-2 þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Bæjarar blésu til sóknar og fékk Kingsley Coman afar ódýra vítaspyrnu á 80. mínútu. Tékkneski bakvörðurinn Gebre Selassie stjakaði aðeins við honum með annarri hendi og féll Coman innan teigs.

Lewandowski gerði sigurmarkið úr spyrnunni og súrt tap Werder Bremen staðreynd. Bayern mætir RB Leipzig í úrslitaleiknum 25. maí.
Athugasemdir
banner