
Vilhjálmur er varnarmaður sem á að baki 114 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað fjögur mörk. Hann er uppalinn hjá Fjölni og hefur, fyrir utan hluta timabilsins 2021, verið í Grafarvoginum allan sinn feril. ÁRið 2021 lék Vilhjálmur með Þrótti á láni.
Hann lék á sínum tíma 15 leiki fyrir unglingalandsliðin og skoraði í þeim eitt mark. Á síðasta tímabili lék Vilhjálmur 17 leiki og skoraði tvö mörk og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Hann lék á sínum tíma 15 leiki fyrir unglingalandsliðin og skoraði í þeim eitt mark. Á síðasta tímabili lék Vilhjálmur 17 leiki og skoraði tvö mörk og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Gælunafn: Villi, menn hafa verið að kalla mig Wilson og Willie upp á síðkastið við þurfum að slökkva á því.
Aldur: 23
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti byrjunarliðsleikurinn var á móti Leikni 2019. Endaði 1-1 og við tryggðum okkur upp í Pepsi
Uppáhalds drykkur: Engifer og ferskju collab
Uppáhalds matsölustaður: Serrano er alltaf solid
Uppáhalds tölvuleikur: Hef eytt mestum tíma í FIFA
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Curb your enthusiasm
Uppáhalds tónlistarmaður: Radiohead eru flottir
Uppáhalds hlaðvarp: Dr Football
Uppáhalds samfélagsmiðill: Xið
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hvernig gengur að læra?
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Vestra
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Patrick Pedersen er með alltof gott marka hlutfall á móti mér
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gunnar Már
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Alex Davey braut á mér tönn með olnbogaskoti í Akraneshöllinni eitt preseasonið þannig hann fær þann stimpil á sig.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Steven Gerrard
Sætasti sigurinn: Ég geri ekki upp á milli sigra
Mestu vonbrigðin: Fall offið í fyrra
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi fá Lúkas Loga heim þrátt fyrir verkfallið fræga.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Rafael Máni
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Árni Elvar eftir að hann rakaði á sér augabrúnirnar
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Skórnir eru komnir á hilluna en það er Hjördís Erla Björnsdóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Mo Salah
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Að klukkan tifar bara þegar boltinn er í leik.
Uppáhalds staður á Íslandi: Brottfarir á Keflavíkurflugvelli
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég setti hann í skeytina inn á móti Grindavík 2023 í 5-1 sigri og fór að rífa kjaft
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei, ég er ekki greindarskertur.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mjög lítið, horfi á Ufc ef það eru stórir bardagar
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike tiempo
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræðin reyndist mér erfið
Vandræðalegasta augnablik: Þegar Úlli spurði mig hvað í ósköpunum ég hafði verið að segja við Grindvíkingana á æfingu degi eftir leikinn
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Virgil van Dijk, Steven Gerrard og Trent, Látum Trent skrifa undir
Bestur/best í klefanum og af hverju: Sigurjón Daði, það er alltaf eh með þann gæja
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Máni Austmann myndi smellpassa inní Love island
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ekki með Instagram
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óskar Dagur, er með mataræði á við 7 ára barn. Skítlookar samt má eiga það
Hverju laugstu síðast: Laug að kærustunni að ég væri að læra, ég tók 4 tíma tik tok skrollið
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ný flókinn sendingaræfing er alls ekki málið
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Nancy Pelosi, hvaða hlutabréf á ég að kaupa
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Takk fyrir stuðninginn, við hlökkum til að sjá ykkur á leikjunum í sumar. Áfram Fjölnir!
Athugasemdir