Bologna og Empoli eigast við í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum þar sem heimamenn í Bologna eru í frábærri stöðu.
Liðin mætast í undanúrslitum ítalska bikarsins og er Bologna með þriggja marka forystu eftir frábæran sigur í fyrri leiknum.
Sigurvegari kvöldsins mætir AC Milan í úrslitaleik bikarsins, eftir að lærisveinar Sergio Conceicao lögðu Inter að velli með þremur mörkum gegn engu í gærkvöldi.
Empoli þarf að sigra með þriggja marka mun til að komast í framlengingu í kvöld.
Coppa Italia
19:00 Bologna - Empoli (3-0)
Athugasemdir