Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Al-Khelaifi um Perez: Ber virðingu fyrir öllum en samband okkar er ekki gott
Nasser Al-Khelaifi og Kylian Mbappe
Nasser Al-Khelaifi og Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain í Frakklandi, segir að samband hans og Florentino Perez, forseta Real Madrid, sé ekki gott.

Real Madrid missti af tækifærinu á að fá franska sóknarmanninn Kylian Mbappe í sumar. Mbappe fékk mjög góð tilboð frá báðum félögum en Frakkinn ákvað að framlengja samning sinn við PSG til næstu þriggja ára eftir að félagið ákvað að gefa honum meiri völd.

Perez er sagður fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun Mbappe en BBC ræddi við Al-Khelaifi um samband hans við Perez.

„Ég ber virðingu fyrir öllum, en sannleikurinn er sá að við eigum ekki í góðu sambandi eftir það sem gerðist með Ofurdeildina. Real Madrid er frábært félag en ég talaði aldrei við hann um Mbappe, því hann er okkar leikmaður. Ég þurfti ekki að tala við neinn," sagði Al-Khelaifi, en Perez fór fyrir hópi sem setti á laggirnar nýja Ofurdeild sem var síðan blásin af nokkrum dögum síðar.

Al-Khelaifi og Perez hittust í mars þegar þeir voru að skipuleggja einvígi þeirra í Meistaradeildinni.

„Ég sagði við hann að ég væri klár í að setjast niður og ræða saman en ég hef ekki áhuga ef hann ætlar að baktala mig," sagði hann ennfremur við BBC.
Athugasemdir
banner
banner