Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. maí 2022 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Benzema: Ég er ekki reiður út í Mbappe
Karim Benzema og Kylian Mbappe
Karim Benzema og Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Karim Benzema, liðsfélagi Kylian Mbappe í franska landsliðinu, segist ekki vera reiður út í landa sinn þrátt fyrir að hann hafi ákveðið að vera áfram hjá Paris Saint-Germain.

Mbappe framlengdi á dögunum samning sinn við PSG til næstu þriggja ára en Benzema hafði hvatt hann að koma til Real Madrid og spila með honum þar.

Það leit allt út fyrir að Mbappe færi til Real Madrid en á síðustu stundu skipti hann um skoðun og valdi PSG.

Sama kvöld birti Benzema mynd af bandaríska rapparanum Tupac og töldu fjölmiðlar í fyrstu að þarna væri Benzema að senda ákveðin skilaboð út í kosmósinn.

Á myndinni átti að vera maður sem hafði svikið Tupac áður en hann var myrtur í Las Vegas. Það var hins vegar fjarri sannleikanum og var það síðar leiðrétt en Benzema segist ekki vera reiður út í Mbappe.

„Þetta var langt ár hjá honum og hann varð að ákveða sig. Þetta er hans val en ég óska honum alls hins besta. Eins og ég hefur áður sagt þá hefði ég viljað fá hann til Real Madrid," sagði Benzema við Movistar.

„Ég vil helst ekki tala um þetta. Ég er ekki reiður en ég get bara sagt ykkur það að ég er einbeittur á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, sem er mun mikilvægari en að hlusta á eitthvað allt annað. Núna er ekki tíminn til að tala um eitthvað smáræði."
Sjá einnig:
Er Benzema fúll út í Mbappe? - Birtir mynd af Tupac og manninum sem 'sveik' hann
Athugasemdir
banner
banner