Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. maí 2022 10:14
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin hefur glímt við andleg veikindi
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin, sóknarmaður Everton, hefur skrifað færslu á samfélagsmiðla þar sem hann segir að samræður við sína nánustu hafi 'bjargað lífi sínu' þar sem hann hefur verið að glíma við andleg veikindi á tímabilinu.

Hann segist hafa þurft að 'grafa djúpt' og ganga í gegnum erfiðustu tíma í lífi sínu og á ferlinum.

Enski landsliðsmaðurinn var frá vegna meiðsla stóran hluta tímabilsins en markið hans gegn Crystal Palace tryggði Everton áframhaldandi veru í efstu deild.

„Ástin og stuðningurinn hjálpuðu mér að halda áfram. Eitt sem ég lærði á þessu tímabili er að allir eru að heyja bardaga á lífsins veg og það er engin skömm að finna einhvern til að ræða við, vera opinn og hreinskilinn við sjálfan þig um hvernig þér líður," segir Calvert-Lewin.

Hann ráðleggur öllum sem eru að glíma við andlega erfiðleika að ræða við vini, fjölskyldumeðlimi eða einhvern sem er tilbúinn að hlusta. „Samræður björguðu mínu lífi," segir Calvert-Lewin.

Calvert-Lewin missti af fjórum mánuðum á tímabilinu, milli ágúst og janúar vegna meiðsla. Í heildina skoraði hann fimm mörk í sautján leikjum 2021-22.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner