Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 24. maí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfa að bæta varnarleikinn en sóknarlega mjög sterkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gefum þeim tvö mörk í byrjun og vorum heppnir að þeir brenndu af víti en svo komum við okkur inn í leikinn. Þá fórum við að spila okkar leik og vorum betra liðið ef eitthvað var," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir tap gegn Breiðabliki á sunnudag.

Fram hafði komið til baka úr stöðunni 2-0 og 3-2 á Kópavogsvelli en Breiðablik skoraði sigurmarkið á lokakaflanum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Fram

Fram var því ekki langt frá því að ná í stig gegn Blikum sem eru með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Fram hafði lagt Leikni í umferðinni á undan. Nonni var stoltur af liðinu en ætlunin hefði verið að fá stig og það væri hundfúlt að hafa ekki náð því.

Seinna í viðtalinu var hann svo spurður út í karakterinn í liðinu.

„Við erum bara með hörkugott lið og getum spilað á móti hvaða liði sem er. Það er erfitt að fá á sig fjögur mörk leik eftir leik (fjórða sinn í sumar) og þurfa að skora mörg til að vinna leikina. Við þurfum að bæta okkur þar, það er engin spurning en sóknarlega, með boltann, þar erum við mjög sterkir og getum spilað á móti hvaða liði sem er. Við sýndum það í dag á móti líklega besta liðinu í dag."

Albert Hafsteinsson þurfti að fara af velli í leiknum. „Hann fékk aðeins í lærið og við ákváðum að vera ekki að taka neinn séns með það. Það eru margir leikir, spilað þétt og tveir leikir framundan í vikunni," sagði Nonni.
Jón Sveins: Fjórði dómarinn segir að þetta hafi verið dýfa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner