„Mér líður vel. Flott að vinna leikinn, það er alltaf erfitt spila á móti Leikni og það var bara sama í dag en gott að vinna þetta, skora tvö mörk, halda hreinu og komast áfram," voru fyrstu viðbrögð Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfara Valsmanna, eftir sigurinn á Leikni í Mjólkurbikarnum í kvöld.
„Það voru hlutir sem við áttum að gera betur, sérstaklega í fyrri hálfleik en við komum vel inn í seinni hálfleikinn og við þurftum að halda boltanum betur og lesa pressuna þeirra miklu betur en heilt yfir ánægður með marga en það eru samt hlutir sem við þurfum að laga fyrir Sunnudaginn."
Valsmenn hvíldu Patrick Pedersen í kvöld og Sverrir Páll Hjaltested byrjaði upp á topp hjá Val í kvöld og var Tufa ánægður með hans leik.
„Hann skoraði mark og kom sér í færi. Sverrir er búin að leggja hart á sig eftir að hafa slitið krossaband og hann er að fá góða hluti til baka eftir að hafa lagt mikla vinnu í þetta."
Valsmenn eru á toppi Pepsí Max-deildarinnar og eru komnir áfram í 16-liða úrslit og liðið er á góðu skriði en liðið fær Fylki í heimsókn strax á Sunnudaginn.
„Við erum nokkuð ánægðir með úrslitin hingað og árangur okkar en þetta er bara rétt að byrja og fullt af leikjum framundan, leikur strax á Sunnudaginn á móti Fylki þannig við þurfum nota tíman vel á morgun og Laugardaginn til að undirbúa þann leik."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























