Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mán 24. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dovbyk falur fyrir 40 milljónir evra
Mynd: EPA
Framherjinn eftirsótti Artem Dovbyk er falur fyrir 40 milljónir evra í sumar. Þetta staðfesti Quique Cárcel, stjórnarmaður hjá Girona, í gær.

Dovbyk er 27 ára gamall og átti frábært fyrsta tímabil í spænska boltanum eftir að hafa verið keyptur til Girona í fyrra.

Dovbyk skoraði 24 mörk og gaf 10 stoðsendingar í 39 leikjum með Girona og vakti áhuga ýmissa félaga á sér í leiðinni.

„Við viljum ekki selja Dovbyk, en ef þeir bjóða 40 milljónir þá getum við ekkert gert. Við munum neyðast til að selja," sagði Quique Cárcel.

Dovbyk er úkraínskur landsliðsmaður og á 10 mörk í 30 leikjum fyrir þjóð sína.
Athugasemdir
banner
banner