West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   mán 24. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid samdi ekki við Vinicius Tobias - Snýr aftur til Shakhtar
Mynd: Real Madrid
Real Madrid er búið að staðfesta brottför Vinicius Tobias, sem hefur verið hjá félaginu á láni frá Shakhtar Donetsk síðustu tvö ár.

Vinicius er 20 ára gamall hægri bakvörður sem hefur leikið lykilhlutverk með varaliði Real Madrid.

Real gat keypt Vinicius í sumar fyrir 15 milljónir evra en ákvað að nýta ekki þann möguleika.

Vinicius heldur því aftur til Shakhtar, sem hefur þó þurft að færa sig um set síðan Brasilíumaðurinn gekk til liðs við félagið fyrir tveimur árum. Vinicius lék ekki einn leik fyrir Shakhtar áður en stríðið skall á í Úkraínu og á enn eftir að spila fyrir félagið.

Vinicius gekk til liðs við Shakhtar í febrúar 2022, skömmu fyrir innrás Rússlands.

Vinicius á 19 leiki að baki fyrir yngri landslið Brasilíu.

   24.06.2023 06:00
Vinicius Tobias verður áfram hjá Real Madrid

Athugasemdir
banner
banner
banner