PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   lau 24. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vinicius Tobias verður áfram hjá Real Madrid
Mynd: Real Madrid

Real Madrid er að ganga frá samkomulagi við Shakhtar Donetsk um að halda táningnum Vinicius Tobias í Madríd á lánssamningi sem gildir út næstu leiktíð.


Tobias er 19 ára hægri bakvörður sem er mikilvægur hlekkur í unglingaliði Real Madrid.

Hann er samningsbundinn úkraínska félaginu Shakthar til 2026 en Real hefur mikinn áhuga á honum.

Fabrizio Romano segir að Real Madrid borgi 500 þúsund evrur til að fá leikmanninn lánaðan og getur stórveldið fest kaup á honum fyrir 15 milljónir til viðbótar.

Tobias lék á láni hjá Real Madrid á síðustu leiktíð en félagið ákvað að kaupa hann ekki að sinni. 

Tobias á 18 leiki að baki fyrir yngri landslið Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner