Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   mán 24. júní 2024 14:56
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli og Kolbeinn Finns komnir með nýjan þjálfara
Sævar Atli (til hægri) á leik á Leiknisvelli.
Sævar Atli (til hægri) á leik á Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leit danska Íslendingaliðsins Lyngby að nýjum þjálfara er lokið. Bold greinir frá því að Morten Karlsen fyrrum aðstoðarþjálfari AGF hafi verið ráðinn í starfið.

Íslensku landsliðsmennirnir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila fyrir Lyngby en þeir voru fengnir til félagsins þegar Freyr Alexandersson hélt um stjórnartaumana.

Karlsen hefur áður verið hjá Lyngby en sem leikmaður spilaði hann þrettán leiki fyrir félagið. Hann tekur nú við þjálfun liðsins og skrifar undir tveggja ára samning.

Lyngby var í fallbaráttu á liðnu tímabili en náði að halda sér í dönsku úrvalsdeildinni.

Karlsen starfaði síðast sem stjóri bandaríska B-deildarliðsins Orange County en hann er fyrrum þjálfari HB Köge og starfaði hjá yngri liðum Nordsjælland.


Athugasemdir
banner
banner