PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 24. júní 2024 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Yfirveguð og örugg afgreiðsla Ferran Torres
Ferran Torres skoraði mark Spánverja
Ferran Torres skoraði mark Spánverja
Mynd: Getty Images
B-lið Spánverja er að vinna Albaníu 1-0 í lokaumferðinni í B-riðli Evrópumótsins.

Tíu breytingar voru gerðar á spænska liðinu fyrir þennan leik enda komið í 16-liða úrslit.

Aymeric Laporte er eini maðurinn sem hélt sæti sínu í liðinu, en þessar breytingar höfðu engin áhrif á takt liðsins.

Spánverjar hafa verið frábærir í byrjun leiks og eru þegar komnir í forystu.

Dani Olmo sendi Ferran Torres í gegn, sem lagði boltann með vinstri í stöng og inn. Lagleg afgreiðsla og staðan 1-0.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner