Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 24. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardian með lista yfir félagaskipti í kvennaboltanum
Kvenaboltinn
Mynd: Guardian - Skjáskot
Breski fjölmiðillinn The Guardian hefur undanfarin ár fjallað vel um félagaskipti í stærstu deildum karlaboltans og verið með síðu þar sem hægt er að sjá félagskiptin á auðveldan máta.

Guardian hefur bætt í umfjöllun sína um félagaskipti í ár og er núna einnig hægt að nálgast öll félagaskipti í fimm stærstu deildum kvennaboltans.

Deildirnar eru: Enska úrvalsdeildin, franska úrvalsdeildin, ítalska úrvalsdeildin, þýska úrvalsdeildin og spænska úrvalsdeildin.

Meðal annars má sjá félagaskipti Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá Wolfsburg til Lyon.

Síðuna má nálgast hérna.


Athugasemdir