Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. júlí 2021 12:10
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Elísabet um framtíðina: Ýmsir möguleikar í stöðunni
Elísabet Gunnarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Mynd: Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni, heldur öllum möguleikum opnum hvað varðar framtíðina en samningur hennar við félagið rennur út eftir tímabilið.

Hún tók fyrst við þjálfun liðsins árið 2009 og hefur náð góðum árangri með liðið á þeim tíma.

Elísabet var valin þjálfari ársins fyrir árið 2017 og tivsvar komið liðinu í úrslit sænska bikarsins en samningur hennar við Kristianstad gildir út þetta tímabil.

Það er ekki ljóst hver næsta skref hennar verður en hún gæti þó framlengt við félagið. Helena Ólafsdóttir ræddi við hana um framhaldið í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Elísabet er stödd hér á landi meðan það er hlé á sænsku deildinni.

„Vá, ef ég ætti svar við þessari spurningu þá myndi ég svara henni fyrir sjálfa mig. Ég á erfitt með að gera upp hug minn, ætla að vera hreinskilin með að segja það. Það getur vel verið að ég framlengi við Kristianstad með opnun á að gera eitthvað annað í náinni í framtíð," sagði Elísabet.

„Ég ætla að skoða þetta rosavel og sjá hvað gerist. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni," sagði hún í lokin.


Athugasemdir
banner
banner