Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. júlí 2022 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Xavi vill fá Messi næsta sumar
Xavi vill fá Lionel Messi aftur heim
Xavi vill fá Lionel Messi aftur heim
Mynd: EPA
Argentínski sóknartengiliðurinn Lionel Messi er efstur á óskalista Xavi fyrir næsta sumar og hefur hann beðið Joan Laporta, forseta Barcelona, um að sjá til þess að það verði að veruleika. Spænska blaðið Sport greinir frá.

Það muna flestir eftir því þegar Messi kvaddi Barcelona á síðasta ári og gekk í raðir Paris Saint-Germain á frjálsri sölu.

Messi hafði allan sinn feril spilað fyrir Barcelona. Hann var á samningsári og var ekkert að flýta sér að framlengja, enda mikið átt sér stað í forsetatíð Josep Maria Bartoemu.

Laporta var kjörinn forseti á nýjan leik og voru viðræður hafnar, en nýtt launaþak í deildinni varð til þess að Barcelona átti engan möguleika á að skrá hann í hópinn og fór það svo að hann yfirgaf félagið.

Messi skrifaði undir tveggja ára samning við PSG en sá samningur rennur út næsta sumar. Sport hefur heimidir fyrir því að Xavi, þjálfari Börsunga, hafði beðið Laporta um að fá Messi næsta sumar.

Xavi telur að Messi sé mikilvægur fyrir framtíð Barcelona, bæði af íþróttalegum ástæðum en einnig þegar það kemur að því að styrkja vörumerki félagsins.

Laporta er þegar farinn að ýja að því að Messi gæti komið aftur en hann sagði í viðtali að hann vonaðist eftir því að fá leikmanninn aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner