Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 24. júlí 2024 21:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnar Grétars: Enginn hefði viljað lenda í því sem við lentum í
'Það ætti að vera forskot fyrir okkur og vonandi sjáum við það'
'Það ætti að vera forskot fyrir okkur og vonandi sjáum við það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sem betur fer eru menn að detta til baka inn í hópinn'
'Sem betur fer eru menn að detta til baka inn í hópinn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hafði meiri áhyggjur af því að stuðningsmennirnir myndu bíða eftir sínum leikmönnum og vera með einhver læti, heldur en eitthvað gagnvart okkur.'
'Ég hafði meiri áhyggjur af því að stuðningsmennirnir myndu bíða eftir sínum leikmönnum og vera með einhver læti, heldur en eitthvað gagnvart okkur.'
Mynd: Stöð2Sport/Skjáskot
Adam er farinn en það hefur ekki verið farið beint í að finna mann í hans stað.
Adam er farinn en það hefur ekki verið farið beint í að finna mann í hans stað.
Mynd: Perugia
Lúkas Logi skoraði jöfnunarmarkið í fyrri leiknum gegn Vllaznia.
Lúkas Logi skoraði jöfnunarmarkið í fyrri leiknum gegn Vllaznia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er allavega það sem ég á von á'
'Þetta er allavega það sem ég á von á'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með góðri frammistöðu í tveimur leikjum á Valur góða möguleika.
Með góðri frammistöðu í tveimur leikjum á Valur góða möguleika.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar var yfirmaður fótboltamála hjá AEK Aþenu í Grikklandi á árunum 2010-2012, fór þangað eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann lék með AEK á árunum 1997-2000.
Arnar var yfirmaður fótboltamála hjá AEK Aþenu í Grikklandi á árunum 2010-2012, fór þangað eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann lék með AEK á árunum 1997-2000.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einvígi gegn Go Ahead Eagles eða Brann bíður sigurvegarans úr einvígi Vals og St. Mirren.
Einvígi gegn Go Ahead Eagles eða Brann bíður sigurvegarans úr einvígi Vals og St. Mirren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvis er leikmaður St. Mirren.
Elvis er leikmaður St. Mirren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar skilur pirring Framara.
Arnar skilur pirring Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tekur á móti skoska liðinu St. Mirren í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni annað kvöld. Leikurinn hefst klukkkan 18:45 á N1 vellinum.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara Vals í dag. Hann býst við hörkuleik.

„Þetta leggst vel í okkur. Við vitum að þetta verður alvöru leikur, erum að spila á móti liði sem endaði í 5. sæti skosku úrvalsdeildarinnar og kemst þannig í Evrópu. Ég hef horft á nokkra leiki með þeim, þeir eru 'physical', eru mikið í löngum boltum og geta alveg spilað. Þeirra styrkleiki er líkamlegi þátturinn; eru sterkir í föstum leikatriðum og snemmbúnum fyrirgjöfum inn á teiginn. Við þurfum bara að vera tilbúnir í það og þora að spila okkar leik. Ef við náum að spila tvo góða leiki, fyrsta skrefið er á morgun, þá eigum við alveg ágætis möguleika á að komast áfram," sagði Arnar.

Ætti að vera forskot fyrir Val
St. Mirren er á sínu undirbúningstímabili á meðan mótið á Íslandi er hálfnað. Hefur það einhver áhrif?

„Það gerir það alveg. En ef við hefðum verið að mæta þeim í 1. umferðinni, þá hefði það meira að segja. Þá voru þeir komnir styttra á veg í sínum undirbúningi fyrir deildina heima. Deildin í Skotlandi byrjar beint eftir seinni leikinn á móti okkur svo það er stutt í mót hjá þeim. Þegar íslensku liðin eru í Evrópukeppni og á móti liðum sem eru ekki byrjuð í sínum deildum, þá er alltaf smá spurningamerki með liðin. Þá eru menn kannski ekki alveg komnir í leikform, geta alveg hlaupið, en ekki komnir með marga leiki undir belti. Það ætti að vera forskot fyrir okkur og vonandi sjáum við það."

Framherjar sem taka mikið til sín
Arnar býst við því að skoska liðið verjist í fimm manna vörn. „Þeir eru alltaf með þrjá miðverði, held þeir sæki í 3-5-2 og 5-3-2 eða 5-4-1. Annað kæmi mér á óvart. Á síðasta tímabili var alltaf þriggja manna vörn og það er sami þjálfari áfram, svo ég á ekki von á breytingu þar. Ég býst við þeim í 'medium block', að þeir reyni að vinna boltann þar og verði svo mjög beinskeyttir."

„Ég sá þá spila æfingaleik gegn Carlisle sem er lið sem féll úr League One í vor. Sá leikur fór 2-2 og mér fannst Carlisle vera betri fótboltalega í þeim leik. Þeir eru með hæð og kraft, eru mjög beinskeyttir og geta alveg spilað fótbolta líka. Svolítið gamli skólinn."


Arnar nefndi fyrirgjafirnar hjá St. Mirren. Eru leikmenn þar sem þarf að hafa sérstakar gætur á?

„Þeir eru með hávaxinn framherja, franskur leikmaður (Mikael Mandron), sem tekur mikið til sín. Það mun svo annar spila í kringum hann, lágvaxnari leikmaður, fljótur og sömuleiðis kröftugur og tekur til sín. Þeir eru með kýpverskan-serba í vörninni, Alex Gogic, sem er mjög agressífur, eltir menn og fer svolítið út úr stöðu. Vonandi getum við nýtt okkur þar, en fínasti leikmaður."

„Ef við berum þetta saman við íslenskt lið þá hefur Skaginn oft spilað 5-3-2, og fleiri lið hafa gert það, sérstaklega á móti Víkingum. Það er orðið vinsælt kerfi fyrir lið sem telja sig kannski eiga brattan að sækja. Það er auðveldara að leggjast niður í þessu kerfi. Í þessu kerfi ertu með tvo uppi og getur sótt hratt á lið, svolítið Shamrock Rovers leiðin. Þetta er allavega það sem ég á von á."


Í leikmannahópi St. Mirren er svo Elvis Bwomono sem aðdáendur Bestu deildarinnar kannast við frá tíma hans með ÍBV. Hann fór til Skotlands eftir tímabilið í fyrra.
   24.07.2024 14:49
Tveir snúa aftur en tveir byrjunarliðsmenn tæpir - Frederik verður í markinu

Ef upp kemur eitthvað spennandi, þá verður það skoðað
Adam Ægir Pálsson var lánaður frá Val til Perugia á Ítalíu í síðustu viku. Arnar var spurður hvort Valur væri að leita að manni til að koma inn í stað Adams.

„Við erum svo sem ekkert með neitt í gangi sem stendur. Við nálgumst þetta þannig að ef eitthvað ákveðið kemur inn á borð til okkar, eitthvað spennandi, þá skoðum við það. Það var allavega ekki tekin sú ákvörðun að það yrði að fá leikmann inn. Við höfum smá tíma, erum aðeins að skoða. Við erum með fínan hóp, en erum búnir að vera rosalega óheppnir með meiðsli. Akkúrat núna væri fínt að vera með alla heila, þá er hægt að dreifa álaginu betur. Sem betur fer eru menn að detta til baka inn í hópinn."

Keðjuverkun ef góður árangur næst í Evrópu
„Það verður þétt spilað núna og það bætast við ferðalög ofan á það. Þetta tekur alveg á, þrír leikir á viku. Þetta verður svona næstu vikurnar og vonandi náum við að framlengja það með góðum úrslitum. Blikarnir fóru í átta Evrópuleiki [plús for-forkeppni] í fyrra og það er það sem allir vilja komast í. Þetta gefur þessu krydd."

„Ef íslensku liðin ná að fara áfram þá gefur það Íslandi fleiri stig og þá eru meiri líkur á því að lið verði í efri styrkleikaflokki þegar það er dregið, það svo gefur auknar líkur á því að vinna þau einvígi og komast enn lengra."


Klöppuðu fyrir Valsmönnum
Valsmenn unnu fyrir sex dögum síðan frábæran sigur gegn Vllaznia í Albaníu, 0-4 lokatölur. Arnar var mjög ánægður með þann leik.

„Fyrst og fremst fannst mér byrjunin í leiknum rosalega sterk. Við þorðum að spila, þorðum að setja pressu og áður en við skoruðum fyrsta markið þá vorum við búnir að ógna þeim í tvígang. Við fylgdum strax á eftir með öðru marki og þriðja markið er svo vendipunktur, klaufalegt mark af þeirra hálfu. Við mjög erfiðar aðstæður, 33 gráður og algjört logn, þá var frammistaðan frábær. Völlurinn var mjög góður, en þetta var ekki hefðbundið gras sem við erum vanir, maður dúaði aðeins á grasinu eins og í mosa."

„Við reyndum að halda öllu sem gerðist eftir fyrri leikinn frá leikmönnum, en ósjálfrátt hugsa menn um það Það var óvissa hvernig það yrði að koma til Albaníu, en raunin varð að það var vel tekið á móti okkur og ekkert yfir því að kvarta."

„Þetta varð enginn leikur og ég held að út af því hafi stuðningsmenn þeirra aldrei neitt farið af stað í nein læti. Þeir voru meira bara á móti sínu liði en klöppuðu fyrir okkur."

„Ef þetta hefði orðið einhver spenna, einhver hasar, staðan jöfn, þá veit maður ekki hvað hefði getað orðið. Sem betur fer áttum við góðan leik."

„Mér fannst fyrri frammistaðan á móti þeim líka góð. Eini munurinn var að við nýttum ekki færin þar og fengum á okkur ódýrt mark. Markið frá Lúkasi í lok fyrri leiksins gaf okkur held ég rosalega mikið fyrir seinni leikinn."


Hafði meiri áhyggjur af leikmönnum albanska liðsins
Það voru læti á Hlíðarenda í lok og eftir fyrri leikinn. Í seinni leiknum, þegar skammt var eftir, köstuðu svo stuðningsmenn albanska liðsins blysum og fleiru inn á völlinn. Hvað fór þá í gegnum hugann á Arnari?

„Ég spilaði í nokkur ár í Grikklandi og starfaði, þetta er ekki óalgeng sjón þar. Vitandi að lítið var eftir leikinn, staðan 0-4, þá hafði ég ekki áhyggjur að úr yrðu einhver læti. Mér fannst þeir meira vera sýna pirring út í sitt lið. Ég hafði meiri áhyggjur af því að stuðningsmennirnir myndu bíða eftir sínum leikmönnum og vera með einhver læti, heldur en eitthvað gagnvart okkur. Ég hef alveg upplifað slíkt út í Grikklandi, séð stuðningsmenn brjálaða út í sína leikmenn."

Skilur pirring Fram en ekki fræðilegur möguleiki að spila
Arnar var í lok viðtalsins spurður út í ferðalagið heim og þær færslur sem hafa orðið á leikjum Vals. Ferðalagið heim gekk alls ekki smurt því það varð kerfisbilun hjá Microsoft og því féllu flug niður.
   20.07.2024 21:11
Leik Fram og Vals frestað þar sem flug Vals frá Albaníu var fellt niður

„Þetta er alls ekki ákjósanlegt. Við spiluðum erfiðan leik og eigum að vera komnir heim á föstudagskvöldi. Það breytist og þá eigum við að vera komnir heim degi seinna. Sirka helmingur kemst heim, komnir heim til okkar á laugardagskvöldinu sem er innan við tveimur dögum áður en leikurinn gegn Fram átti að fara fram."

„Svo er það sem toppar þetta að 14 leikmenn verða eftir í Vín og komast ekki heim fyrr en mjög seint á sunnudeginum. Þeir misstu af æfingunni sem plönuð var á sunnudeginum og eru komnir innan við sólarhring fyrir leik til síns heima. Það hefði aldrei verið fræðilegur möguleiki að spila."

„Ég skil alveg pirring hjá Fram að þetta skuli vera svona. Þeir eru búnir að spila fáa leiki núna upp á síðkastið og þessi frestun ofan á það. Við erum meðvitaðir um að ef þú kemst eitthvað áfram í Evrópu þá ertu að spila á þriggja daga fresti. Ef þú ferð langt í Evrópu þá þarftu að vera með stóran hóp og geta dreift álaginu, annars lendirðu í því að tapa stigum í deildinni, það er alveg pottþétt."

„Mér fannst það frábær lausn að hægt var að setja leikinn gegn Fram næsta sunnudag og Fram spilar svo aftur á miðvikudag á móti Fylki. Við verðum þá komnir aftur í okkar rútínu, en eigum þá leikinn gegn Blikum eftir einhvern tímann seinna."

   22.07.2024 15:11
Rúnar Kristins: Þetta er náttúrulega orðið galið

Breytist ekki að Fram mun mæta þreyttum Valsmönnum
Framarar voru ekki sáttir í síðustu viku þegar leiknum gegn Val var seinkað um dag, frá sunnudegi yfir á mánudag. Arnar skilur þann pirring.

„Auðvitað skil ég þann pirring. Þú ert búinn að plana eitthvað fram í tímann en þarft að breyta því. Það hefði verið best að færa leikinn strax (fyrir löngu síðan) fram á mánudag."

Valsmenn vildu frekar spila á mánudag heldur en sunnudag þar sem þeir voru að ferðast frá Albaníu.

„En varðandi hina færsluna (frestunina). Það er eitthvað sem enginn ræður við. Það nennir enginn að lenda í því sem við lentum í. Þú ert í 40 stiga hita, á ferðalagi og allt í óreiðu. Það náðist að bjarga þessu þokkalega, en svo þurfti helmingurinn að vera lengur í Vín."

„Framarar fá okkur þreytta sama hvað, spila við okkur eftir Evrópuleik um næstu helgi. Það hefði verið enn ósanngjarnara ef þeir hefðu fengið leikinn gegn okkur í miklu álagi hjá sér. Það helst allavega þannig að þeir spila við okkur beint eftir Evrópuleik hjá okkur."

   23.07.2024 22:28
Fram spilar við Val næsta sunnudag - Fylkisleikurinn færður

Valur spilar á móti St. Mirren á morgun, Fram á sunnudag og svo St. Mirren annan fimmtudag í Skotlandi. Næsti leikur þar á eftir er gegn KA á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi. Leiknum gegn KA verður líklega flýtt ef Valur slær út St. Mirren. Ef það gerist, að Valur slái út St. Mirren, þá mætir liðið annað hvort Go Ahead Eagles eða Brann í 3. umferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner