Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 23. júlí 2024 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Fram spilar við Val næsta sunnudag - Fylkisleikurinn færður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ er búið að staðfesta nýjar tímasetningar á tveimur leikjum Fram eftir að liðið gat ekki spilað við Val vegna tafa á heimkomu liðsins frá Albaníu.

Viðureignin Fram - Valur átti að fara fram í gærkvöldi, mánudaginn 22. júlí, en fer þess í stað fram næsta sunnudagskvöld.

Þá hefur leikur Fram gegn Fylkis einnig verið færður, en hann átti upprunalega að vera spilaður mánudagskvöldið 29. júlí og verður nú leikinn miðvikudagskvöldið 31. júlí.

Framarar hafa því verið í fríi frá keppnisfótbolta síðan 11. júlí og eiga tvo leiki framundan á þremur dögum í lok mánaðar. Rúnar Kristinsson þjálfari Fram ræddi um leikjaniðurröðunina hjá Fram í gær.

   22.07.2024 15:11
Rúnar Kristins: Þetta er náttúrulega orðið galið


Fram - Valur
Var: Mánudaginn 22. júlí kl. 19.15 á Lambhagavellinum
Verður: Sunnudaginn 28. júlí kl. 19.15 á Lambhagavellinum

Fylkir - Fram
Var: Mánudaginn 29. júlí kl. 19.15 á Würth vellinum
Verður: Miðvikudaginn 31. júlí kl. 19.15 á Würth vellinum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner