Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 24. júlí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvöfalda verðmiðann á Fofana út af áhuga Man Utd
Youssouf Fofana.
Youssouf Fofana.
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Youssouf Fofana er sagður á óskalista Manchester United.

Fyrir nokkrum vikum var talið nánast öruggt að hann færi til AC Milan en nú hafa fleiri félög bæst inn í myndina.

Fofana, sem er 25 ára miðjumaður, er á mála hjá Mónakó en samningur hans þar rennur út eftir komandi tímabil. Félagið er að hugsa um að selja hann í sumar í stað þess að missa hann frítt næsta sumar.

En samkvæmt Sky Sports á Ítalíu, þá hefur verðmiðinn á Fofana hækkað eftir að Man Utd kom að borðinu. Mónakó hafði fyrst beðið um 15 milljónir punda fyrir Fofana en eftir að bæði Man Utd og Atletico spurðust fyrir um hann, þá hefur verðmiðinn hækkað.

Sagt er að Mónakó sé að biðja um rúmlega tvöfalt hærri upphæð núna, eða um 30 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner