Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fim 24. september 2020 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Auðvitað viðurkennum við það að við erum í góðri stöðu
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í Val stefna hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum en liðið lagði FH í Kaplakrika fyrr í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sigurinn breikkar bilið milli Vals og FH á toppi deildarinnar sem er nú 11 stig þegar sex umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Mér fannst við spila vel í þessum leik. Spiluðum skynsamlega, vorum klókir og skoruðum góð mörk og nýttum okkur ákveðna veikleika í varnarleiknum hjá þeim. Fengum á okkur klaufalegt mark í lok fyrri hálfleiks en komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að klára þetta,“ sagði Heimir um leik sinna manna í dag.

Það má segja að Valsmenn hafi klárað leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir bættu þriðja marki sínu við eftir aðeins um 90 sekúndur. Skipunin að mæta af krafti skilaði sínu þar.

„Já við vissum það að FH þyrfti að koma hærra með vörnina og við náðum að setja boltann inn fyrir vörnina og klára þetta þannig.“

Forysta Valsmanna er orðin rífleg og annað í raun mjög ólíklegt en að Valur verði meistari þegar yfir lýkur.

„Auðvitað viðurkennum við það alveg að við erum í góðri stöðu en það eru 6 leikir eftir það eru 18 stig. Við þurfum að vera klárir á sunndaginn í erfiðum leik á móti Breiðablik og nýta tímann á milli leikja og ná góðri endurheimt og vera svo klárir.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner