Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 24. september 2020 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Auðvitað viðurkennum við það að við erum í góðri stöðu
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í Val stefna hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum en liðið lagði FH í Kaplakrika fyrr í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sigurinn breikkar bilið milli Vals og FH á toppi deildarinnar sem er nú 11 stig þegar sex umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Mér fannst við spila vel í þessum leik. Spiluðum skynsamlega, vorum klókir og skoruðum góð mörk og nýttum okkur ákveðna veikleika í varnarleiknum hjá þeim. Fengum á okkur klaufalegt mark í lok fyrri hálfleiks en komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að klára þetta,“ sagði Heimir um leik sinna manna í dag.

Það má segja að Valsmenn hafi klárað leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir bættu þriðja marki sínu við eftir aðeins um 90 sekúndur. Skipunin að mæta af krafti skilaði sínu þar.

„Já við vissum það að FH þyrfti að koma hærra með vörnina og við náðum að setja boltann inn fyrir vörnina og klára þetta þannig.“

Forysta Valsmanna er orðin rífleg og annað í raun mjög ólíklegt en að Valur verði meistari þegar yfir lýkur.

„Auðvitað viðurkennum við það alveg að við erum í góðri stöðu en það eru 6 leikir eftir það eru 18 stig. Við þurfum að vera klárir á sunndaginn í erfiðum leik á móti Breiðablik og nýta tímann á milli leikja og ná góðri endurheimt og vera svo klárir.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner