Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 24. september 2020 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Auðvitað viðurkennum við það að við erum í góðri stöðu
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í Val stefna hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum en liðið lagði FH í Kaplakrika fyrr í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sigurinn breikkar bilið milli Vals og FH á toppi deildarinnar sem er nú 11 stig þegar sex umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Mér fannst við spila vel í þessum leik. Spiluðum skynsamlega, vorum klókir og skoruðum góð mörk og nýttum okkur ákveðna veikleika í varnarleiknum hjá þeim. Fengum á okkur klaufalegt mark í lok fyrri hálfleiks en komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að klára þetta,“ sagði Heimir um leik sinna manna í dag.

Það má segja að Valsmenn hafi klárað leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir bættu þriðja marki sínu við eftir aðeins um 90 sekúndur. Skipunin að mæta af krafti skilaði sínu þar.

„Já við vissum það að FH þyrfti að koma hærra með vörnina og við náðum að setja boltann inn fyrir vörnina og klára þetta þannig.“

Forysta Valsmanna er orðin rífleg og annað í raun mjög ólíklegt en að Valur verði meistari þegar yfir lýkur.

„Auðvitað viðurkennum við það alveg að við erum í góðri stöðu en það eru 6 leikir eftir það eru 18 stig. Við þurfum að vera klárir á sunndaginn í erfiðum leik á móti Breiðablik og nýta tímann á milli leikja og ná góðri endurheimt og vera svo klárir.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir