Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals, var skiljanlega mjög glöð þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.
„Tilfinningin er ógeðslega góð, ógeðslega góð. Við fórum inn í mótið með þetta markmið og núna erum við búnar að ná því," sagði Arna í viðtali eftir leik.
„Tilfinningin er ógeðslega góð, ógeðslega góð. Við fórum inn í mótið með þetta markmið og núna erum við búnar að ná því," sagði Arna í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Valur
Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið og hún er búin að vera stórkostleg í sumar.
„Ég gæti ekki verið glaðari með þetta."
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þær eru líka með hörkulið, ég er mjög hrifin af þessu liði og mér finnst það mjög leiðinlegt hvernig er búið að fara fyrir þeim í sumar - þær eru búnar að vera óheppnar," sagði miðvörðurinn. „Þetta var hörkuleikur."
„Ég kom í Val til vinna og það var mjög góð ákvörðun hjá mér."
Arna og Mist Edvardsdóttir hafa myndað ógnarsterkt miðvarðarpar í sumar. Mist meiddist illa í leiknum gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í miðri viku og verður lengi frá.
„Ég fékk gæsahúð núna þegar þú sagðir þetta. Maður er 'heartbroken' fyrir hennar hönd. Mist er ekki bara frábær leikmaður og frábær fyrir liðið okkar, hún er líka frábær manneskja sem er búin að þurfa að gera þetta alltof oft. Það er búið að slá hana ansi oft niður og alltaf stendur hún aftur upp. Það er búið að vera algjör heiður að spila með henni. Þetta stakk mann í hjartað," sagði Arna en Lillý Rut Hlynsdóttir hefur komið sterk inn í fjarveru Mistar. Lillý er sjálf að stíga upp úr meiðslum.
„Við ætluðum að vinna þetta í dag fyrir Mist og það tókst."
Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir ofan en þar ræðir landsliðsmiðvörðurinn um leikinn mikilvæga sem er framundan í Meistaradeildinni.
Athugasemdir