Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   lau 24. september 2022 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Leikmaður ársins í 2. deild: Ísland er frekar svalt land
Jessie fagnar marki í sumar.
Jessie fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jessica Grace Kass Ray, eða Jessie, eins og hún er kölluð er leikmaður ársins í 2. deild kvenna. Hún átti stórkostlegt tímabil með Fram og skoraði alls 17 mörk í 16 leikjum.

„Mér líður mjög vel og ég er stolt af liðinu í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum lagt á okkur allt tímabilið. Það eru hæðir og lægðir í þessu, en það er mjög gott að lyfta bikarnum í lok tímabilsins," sagði hún í samtali við Fótbolta.net eftir 1-4 tap gegn Völsungi í lokaumferðinni.

Jessie, sem er frá Bandaríkjunum, gekk í raðir Fram fyrir tímabilið. Hún er búin að vera gríðarlega mikilvæg fyrir liðið og var með fyrirliðabandið í dag.

„Ég fékk góða tilfinningu frá Óskari (Smára Haraldssyni, þjálfara Fram). Hann er frábær þjálfari og hefur hjálpað mér að þróast bæði sem leikmaður og manneskja. Þetta var spennandi verkefni að vera hluti af. Ísland er líka frekar svalt land og hví ekki að skoða það í nokkra mánuði?"

„Þetta hefur verið góð reynsla. Ég hef saknað þess að fá eðlilegt sumar, en ég hef elskað að ferðast og skoða landið. Allt fólkið er vingjarnlegt og hefur tekið vel á móti mér. Þetta er búið að vera frábær reynsla."

Ætlar hún að spila með Fram á næsta tímabili? „Ég er ekki viss, en ég er klárlega að íhuga það. Við verðum að sjá til."

„Það er partý hérna uppi. Það verður gaman," sagði Jessie sem er leikmaður ársins í 2. deild kvenna.

Hún var besti leikmaður deildarinnar í sumar
Óskar Smári, þjálfari Fram, var spurður út í þennan öfluga leikmann eftir leikinn í dag.

„Hún var bara besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Óskar Smári. „Hún er ekki bara besti leikmaðurinn inn á vellinum, hún gerir hluti utan vallar sem þú sérð ekki inn á vellinum."

„Hún er einstakur karakter og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hún er drífandi, jákvæð og ég gæti endalaust talað um hana. Hún minnir mig pínu á Murielle (Tiernan) fyrir Tindastól. Hún kemur inn og breytir kúltúrnum varðandi ákveðna hluti. Hún er bara frábær leikmaður og enn betri karakter," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner