Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 24. september 2022 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Leikmaður ársins í 2. deild: Ísland er frekar svalt land
Kvenaboltinn
Jessie fagnar marki í sumar.
Jessie fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Fram fór með sigur af hólmi í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jessica Grace Kass Ray, eða Jessie, eins og hún er kölluð er leikmaður ársins í 2. deild kvenna. Hún átti stórkostlegt tímabil með Fram og skoraði alls 17 mörk í 16 leikjum.

„Mér líður mjög vel og ég er stolt af liðinu í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum lagt á okkur allt tímabilið. Það eru hæðir og lægðir í þessu, en það er mjög gott að lyfta bikarnum í lok tímabilsins," sagði hún í samtali við Fótbolta.net eftir 1-4 tap gegn Völsungi í lokaumferðinni.

Jessie, sem er frá Bandaríkjunum, gekk í raðir Fram fyrir tímabilið. Hún er búin að vera gríðarlega mikilvæg fyrir liðið og var með fyrirliðabandið í dag.

„Ég fékk góða tilfinningu frá Óskari (Smára Haraldssyni, þjálfara Fram). Hann er frábær þjálfari og hefur hjálpað mér að þróast bæði sem leikmaður og manneskja. Þetta var spennandi verkefni að vera hluti af. Ísland er líka frekar svalt land og hví ekki að skoða það í nokkra mánuði?"

„Þetta hefur verið góð reynsla. Ég hef saknað þess að fá eðlilegt sumar, en ég hef elskað að ferðast og skoða landið. Allt fólkið er vingjarnlegt og hefur tekið vel á móti mér. Þetta er búið að vera frábær reynsla."

Ætlar hún að spila með Fram á næsta tímabili? „Ég er ekki viss, en ég er klárlega að íhuga það. Við verðum að sjá til."

„Það er partý hérna uppi. Það verður gaman," sagði Jessie sem er leikmaður ársins í 2. deild kvenna.

Hún var besti leikmaður deildarinnar í sumar
Óskar Smári, þjálfari Fram, var spurður út í þennan öfluga leikmann eftir leikinn í dag.

„Hún var bara besti leikmaður deildarinnar í sumar," sagði Óskar Smári. „Hún er ekki bara besti leikmaðurinn inn á vellinum, hún gerir hluti utan vallar sem þú sérð ekki inn á vellinum."

„Hún er einstakur karakter og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hún er drífandi, jákvæð og ég gæti endalaust talað um hana. Hún minnir mig pínu á Murielle (Tiernan) fyrir Tindastól. Hún kemur inn og breytir kúltúrnum varðandi ákveðna hluti. Hún er bara frábær leikmaður og enn betri karakter," sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner