Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 24. september 2022 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama"
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er virkilega gaman að fara alla leið og vinna deildina," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft í 2. deild kvenna í dag.

Fram er meistari - þrátt fyrir tap gegn Völsungi í lokaleik tímabilsins - og leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

„Mér finnst við eiga þetta skilið; félagið á þetta skilið, stelpurnar eiga þetta skilið - við erum verðskuldaðir meistarar."

„Þetta er eini leikurinn í sumar þar sem við látum keyra yfir okkur. Risa hrós á Völsung fyrir spilamennsku þeirra í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári sem fékk vatnsgusu yfir sig í viðtalinu frá leikmönnum sínum.

„Núna er mér skítsama hvernig leikurinn fór. Við töpuðum 4-1 og 'fokk it' - Völsungur átti það skilið."

„Það var skemmtilegt að fá þessa gusu yfir sig, en ég á eftir að hefna mín á þeim. Stelpurnar í þessu liði eru gjörsamlega frábærar. Þær hafa lagt ótrúlega mikið á sig."

Óskar segir að umgjörðin í kringum kvennalið Fram sé til fyrirmyndar. „Ég ber fulla virðingu fyrir Völsungi - ég er ekki að gagnrýna þau - en við erum með tvo aðalþjálfara, styrktarþjálfara, markmannsþjálfara, liðsstjóra og með lækni. Alli er einn hinum megin með einn aðstoðarmann. Það hefur rætt mikið um umgjörðina hjá félögum á Íslandi en Fram á algjörlega hrós skilið. Það er allt í toppstandi, Fram passar að það sé jafnt kvenna- og karlamegin. Fram sem félag á stóran þátt í þessari velgengni."

Óskar og Aníta Lísa Svansdóttir tóku við Fram fyrir tímabilið og þau komu liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Kvennalið Fram var stofnað á nýjan leik fyrir þremur árum.

„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama. Við erum að uppskera eftir því sem við sáum."

„Samstarfið hefur gengið frábærlega, það gekk vonum framar. Við vegum hvort annað mikið upp. Aníta er ótrúlegur þjálfari. Við erum með sömu sýn hvernig við viljum spila. Við erum bara sem einn karakter. Frá mínum bæjardyrum gæti ég ekki verið ánægðari," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir um það sem er framundan, Lengjudeildin. „Við ætlum að setja þetta allt á næsta 'level'."
Athugasemdir
banner
banner