Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 24. september 2022 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama"
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er virkilega gaman að fara alla leið og vinna deildina," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft í 2. deild kvenna í dag.

Fram er meistari - þrátt fyrir tap gegn Völsungi í lokaleik tímabilsins - og leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

„Mér finnst við eiga þetta skilið; félagið á þetta skilið, stelpurnar eiga þetta skilið - við erum verðskuldaðir meistarar."

„Þetta er eini leikurinn í sumar þar sem við látum keyra yfir okkur. Risa hrós á Völsung fyrir spilamennsku þeirra í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári sem fékk vatnsgusu yfir sig í viðtalinu frá leikmönnum sínum.

„Núna er mér skítsama hvernig leikurinn fór. Við töpuðum 4-1 og 'fokk it' - Völsungur átti það skilið."

„Það var skemmtilegt að fá þessa gusu yfir sig, en ég á eftir að hefna mín á þeim. Stelpurnar í þessu liði eru gjörsamlega frábærar. Þær hafa lagt ótrúlega mikið á sig."

Óskar segir að umgjörðin í kringum kvennalið Fram sé til fyrirmyndar. „Ég ber fulla virðingu fyrir Völsungi - ég er ekki að gagnrýna þau - en við erum með tvo aðalþjálfara, styrktarþjálfara, markmannsþjálfara, liðsstjóra og með lækni. Alli er einn hinum megin með einn aðstoðarmann. Það hefur rætt mikið um umgjörðina hjá félögum á Íslandi en Fram á algjörlega hrós skilið. Það er allt í toppstandi, Fram passar að það sé jafnt kvenna- og karlamegin. Fram sem félag á stóran þátt í þessari velgengni."

Óskar og Aníta Lísa Svansdóttir tóku við Fram fyrir tímabilið og þau komu liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Kvennalið Fram var stofnað á nýjan leik fyrir þremur árum.

„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama. Við erum að uppskera eftir því sem við sáum."

„Samstarfið hefur gengið frábærlega, það gekk vonum framar. Við vegum hvort annað mikið upp. Aníta er ótrúlegur þjálfari. Við erum með sömu sýn hvernig við viljum spila. Við erum bara sem einn karakter. Frá mínum bæjardyrum gæti ég ekki verið ánægðari," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir um það sem er framundan, Lengjudeildin. „Við ætlum að setja þetta allt á næsta 'level'."
Athugasemdir
banner
banner