Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   lau 24. september 2022 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama"
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er virkilega gaman að fara alla leið og vinna deildina," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft í 2. deild kvenna í dag.

Fram er meistari - þrátt fyrir tap gegn Völsungi í lokaleik tímabilsins - og leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

„Mér finnst við eiga þetta skilið; félagið á þetta skilið, stelpurnar eiga þetta skilið - við erum verðskuldaðir meistarar."

„Þetta er eini leikurinn í sumar þar sem við látum keyra yfir okkur. Risa hrós á Völsung fyrir spilamennsku þeirra í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári sem fékk vatnsgusu yfir sig í viðtalinu frá leikmönnum sínum.

„Núna er mér skítsama hvernig leikurinn fór. Við töpuðum 4-1 og 'fokk it' - Völsungur átti það skilið."

„Það var skemmtilegt að fá þessa gusu yfir sig, en ég á eftir að hefna mín á þeim. Stelpurnar í þessu liði eru gjörsamlega frábærar. Þær hafa lagt ótrúlega mikið á sig."

Óskar segir að umgjörðin í kringum kvennalið Fram sé til fyrirmyndar. „Ég ber fulla virðingu fyrir Völsungi - ég er ekki að gagnrýna þau - en við erum með tvo aðalþjálfara, styrktarþjálfara, markmannsþjálfara, liðsstjóra og með lækni. Alli er einn hinum megin með einn aðstoðarmann. Það hefur rætt mikið um umgjörðina hjá félögum á Íslandi en Fram á algjörlega hrós skilið. Það er allt í toppstandi, Fram passar að það sé jafnt kvenna- og karlamegin. Fram sem félag á stóran þátt í þessari velgengni."

Óskar og Aníta Lísa Svansdóttir tóku við Fram fyrir tímabilið og þau komu liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Kvennalið Fram var stofnað á nýjan leik fyrir þremur árum.

„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama. Við erum að uppskera eftir því sem við sáum."

„Samstarfið hefur gengið frábærlega, það gekk vonum framar. Við vegum hvort annað mikið upp. Aníta er ótrúlegur þjálfari. Við erum með sömu sýn hvernig við viljum spila. Við erum bara sem einn karakter. Frá mínum bæjardyrum gæti ég ekki verið ánægðari," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir um það sem er framundan, Lengjudeildin. „Við ætlum að setja þetta allt á næsta 'level'."
Athugasemdir
banner
banner
banner