Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 24. september 2022 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama"
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er virkilega gaman að fara alla leið og vinna deildina," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft í 2. deild kvenna í dag.

Fram er meistari - þrátt fyrir tap gegn Völsungi í lokaleik tímabilsins - og leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

„Mér finnst við eiga þetta skilið; félagið á þetta skilið, stelpurnar eiga þetta skilið - við erum verðskuldaðir meistarar."

„Þetta er eini leikurinn í sumar þar sem við látum keyra yfir okkur. Risa hrós á Völsung fyrir spilamennsku þeirra í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári sem fékk vatnsgusu yfir sig í viðtalinu frá leikmönnum sínum.

„Núna er mér skítsama hvernig leikurinn fór. Við töpuðum 4-1 og 'fokk it' - Völsungur átti það skilið."

„Það var skemmtilegt að fá þessa gusu yfir sig, en ég á eftir að hefna mín á þeim. Stelpurnar í þessu liði eru gjörsamlega frábærar. Þær hafa lagt ótrúlega mikið á sig."

Óskar segir að umgjörðin í kringum kvennalið Fram sé til fyrirmyndar. „Ég ber fulla virðingu fyrir Völsungi - ég er ekki að gagnrýna þau - en við erum með tvo aðalþjálfara, styrktarþjálfara, markmannsþjálfara, liðsstjóra og með lækni. Alli er einn hinum megin með einn aðstoðarmann. Það hefur rætt mikið um umgjörðina hjá félögum á Íslandi en Fram á algjörlega hrós skilið. Það er allt í toppstandi, Fram passar að það sé jafnt kvenna- og karlamegin. Fram sem félag á stóran þátt í þessari velgengni."

Óskar og Aníta Lísa Svansdóttir tóku við Fram fyrir tímabilið og þau komu liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Kvennalið Fram var stofnað á nýjan leik fyrir þremur árum.

„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama. Við erum að uppskera eftir því sem við sáum."

„Samstarfið hefur gengið frábærlega, það gekk vonum framar. Við vegum hvort annað mikið upp. Aníta er ótrúlegur þjálfari. Við erum með sömu sýn hvernig við viljum spila. Við erum bara sem einn karakter. Frá mínum bæjardyrum gæti ég ekki verið ánægðari," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir um það sem er framundan, Lengjudeildin. „Við ætlum að setja þetta allt á næsta 'level'."
Athugasemdir
banner