Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   sun 24. september 2023 13:49
Brynjar Ingi Erluson
Lofsamar Tómas og ánægður að fá Sigurð Grétar inn - „Rosalegar framfarir“
Tómas Bent er fastamaður í liði ÍBV
Tómas Bent er fastamaður í liði ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Grétar spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar
Sigurður Grétar spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er búinn að vera geggjaður og frábær í síðustu 7-8 leikjum. Rosalegar framfarir þar og hann er mikilvægur fyrir okkur og búinn að eiga gott tímabil,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, um Tómas Bent Magnússon í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Tómas Bent er fæddur 2002 og er á sínu fimmta tímabili með Eyjamönnum.

Miðjumaðurinn hefur gegnt lykilhlutverki í liðinu á þessari leiktíð og verið tvisvar í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

„Þetta getur tekið tíma. Hann er búinn að vera þarna í allt sumar og þetta tekur tíma fyrir unga menn að finna taktinn, en hann er svo sannarlega búinn að finna hann í síðustu sjö eða átta leikjum,“ bætti Hermann við um Tómas.

Alltaf baráttuhundur í Sigga

Sigurður Grétar Benónýsson lék þá sinn fyrsta leik á tímabilinu með ÍBV, en hann kom inn á þegar Oliver Heiðarsson meiddist í byrjun leiks.

Eyjamaðurinn fór af velli á 61. mínútu en Hermann sér mikinn mun á honum og er ánægður að fá hann inn. Sigurður spilaði með KFS í 3. deildinni í sumar þar sem hann gerði þrjú mörk í tíu leikjum.

„Jájá, maður hefur séð mun á honum. Hann hefur komið með kraft inn í æfingahópinn síðasta mánuðinn og alltaf baráttuhundur í Sigga. Það er sterkt að fá hann inn í svona leik og bara koma honum í gang,“ sagði Hermann.

Eyjamenn eiga þrjá leiki eftir í neðri hlutanum en liðið er í næst neðsta sæti með 21 stig. Það á eftir að mæta HK og KA á útivelli áður en það mætir Keflavík heima í síðasta leik tímabilsins.
Hemmi Hreiðars: Ógeðslega fúlt og svekkjandi
Athugasemdir
banner
banner
banner