
Það var hart barist í 1-1 jafntefli Íslands og Tékklands í undankeppni HM. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inná sem varamaður á 66. mínútu og fór beint í baráttuna við líkamlega sterkar heimakonur. Hvernig var að koma inná í svona leik?
Lestu um leikinn: Tékkland 1 - 1 Ísland
„Það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum tekið öll stigin. En það var hátt tempó og mikil barátta fannst mér. Þær voru líkamlega sterkar og mér fannst við ekki ná að halda boltanum. Við hefðum mátt gera miklu meira af því og vera aðeins rólegri.“
„Við erum sáttar með fjögur stig úr þessum tveimur erfiðu verkefnum og getum farið sáttar héðan,“ sagði Katrín.
Næstu verkefni eru útileikir gegn Slóveníu og Færeyjum og Katrín segir að íslenska liðið verði tilbúið þegar þar að kemur.
„Við þurfum að vera fókuseraðar í næsta verkefni og gera okkur grein fyrir því að við erum á toppnum. Þetta er í svolítið í okkar höndum og við þurfum að stjórna ferðinni. Næstu verkefni sem bíða okkar verða bara skemmtileg og við verðum tilbúnar í það.“
Nánar er rætt við Katrínu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir