Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 24. október 2021 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Schweinsteiger um Man Utd: Ég veit ekkert hvernig þeir spila
Bastian Schweinsteiger, fyrrum leikmaður Manchester United og þýska landsliðsins, hefur miklar áhyggjur af leikstíl liðsins. Hann ræddi þetta í viðtali við BBC í dag.

United hefur gengið illa að finna taktinn á þessari leiktíð þrátt fyrir að vera með hóp fullan af stjörnum.

Það er erfitt að lesa í leikskipulagið og hefur þá United ekki unnið í síðustu þremur úrvalsdeildarleikjum.

United lenti tveimur mörkum undir gegn Atalanta í Meistaradeildinni á dögunum en kom til baka í síðari hálfleik og vann leikinn, 3-2.

United mætir Liverpool á Old Trafford klukkan 15:30 í dag.

Schweinsteiger spilaði með liðinuí tvö ár eftir að hafa unnið allt með Bayern München, en hann á mjög erfitt með að lesa í það sem United er að gera.

„Þegar ég horfi á leiki með Manchester Unitd þá veit ég ekkert hvernig þeir spila. Ég gæti ekki sagt ykkur ef þeir myndu vinna West Ham eða Atalanta. Ég get aldrei tryggt það að liðið vinni og þú vilt það alls ekki sem stuðningsmaður félagsins," sagði Schweinsteiger.

„Þeir tala alltaf um tíma en þú hefur engan tíma í fótbolta. Þú verður að vinna núna."

„Reynsla Cristiano Ronaldo og Raphael Varane mun klárlega hjálpa liðinu en spurningin er hins vegar hversu stór þeirra þáttur er í leikskipulaginu"
sagði hann ennfremur
Athugasemdir
banner