Þýska félagið Wolfsburg ákvað í dag að reka hollenska þjálfarann Mark van Bommel eftir aðeins níu leiki í deildinni.
Van Bommel, sem átti frábæran knattspyrnuferil, tók við Wolfsburg í sumar og gerði tveggja ára samning við félagið.
Liðið byrjaði með stæl og vann fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og virtist framhaldið lofa góðu.
Wolfsburg gerði jafntefli í fimmta leiknum og hefur svo tapað síðustu fjórum leikjum sínum og síðast í gær gegn Freiburg, 2-0.
Van Bommel fékk síðan reisupassann í dag og var rekinn frá félaginu en ekki liggur fyrir hver tekur við keflinu.
Wolfsburg er í 9. sæti með 13 stig og er þá með tvö stig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og baráttan vel á lífi um að komast upp úr riðlinum.
Athugasemdir