Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   þri 24. október 2023 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg í leikbanni: Var á boltanum í sjö sekúndur
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg í leik með íslenska landsliðinu.
Ingibjörg í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara mjög spennt... spennt að sjá hvernig við erum á móti Danmörku því það er langt síðan við spiluðum við þær síðast. Ég er líka mjög spennt fyrir Þýskalandsleiknum," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar spila á föstudaginn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni og nokkrum dögum síðar mæta þær Þýskalandi. Þetta verða tveir gríðarlega erfiðir leikir.

Ingibjörg er í banni í fyrri leiknum gegn Danmörku eftir að hafa fengið gult spjald í fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni.

„Það er mjög fúlt. Þetta gula spjald í Þýskalandi var 100 prósent rétt, en svo fæ ég gult spjald á móti Wales þar sem ég var víst að tefja leikinn en er búin að vera á boltanum í sjö sekúndur. Það er svekkjandi. Að fá tvö gul spjöld og fara beint í bann er hart, en svona er þetta."

„Þetta er mjög mikilvægur leikur sem ég er að missa af og þetta er mjög fúlt."

Ingibjörg segir það svekkjandi að missa af leiknum gegn Danmörku en hún þekkir til leikmanna í danska liðinu.

„Ég hef fulla trú á okkur. Ég held að þetta sé klárlega leikur sem við getum fengið eitthvað út úr. Þær eru koma úr sterku verkefni og eru með sjálfstraust, en ég hef trú á okkur. Ég á tvær mjög góðar vinkonur í þessu liði sem ég spila með í Vålerenga. Þær eru góðar og ég veit að þær eru mjög ánægðar með þennan nýja þjálfara hjá sér," sagði Ingibjörg.

„Þær eru aðallega búnar að tala yfir því hvað það verður kalt þegar þær æfa hérna. Þær eru ekki sáttar við það að æfa hér í nokkra daga, en þær þurfa að venjast kuldanum."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan í heild sinni þar sem Ingibjörg fer aðeins yfir síðasta verkefni og síðustu vikur hjá Vålerenga.
Athugasemdir
banner