Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 24. nóvember 2019 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Magnaður sigur Reading - Arsenal lagði Liverpool
Leikmenn Arsenal fagna marki.
Leikmenn Arsenal fagna marki.
Mynd: Getty Images
Það fór fram heil umferð í úrvalsdeild kvenna í Englandi á þessum sunnudegi.

Rakel Hönnudóttir lék ekki með Reading er liðið vann magnaðan sigur á West Ham á útivelli. Reading lenti 2-0 undir og missti svo mann af velli undir lok fyrri hálfleiksins.

Tíu leikmenn Reading gerðu sér lítið fyrir í seinni hálfleiknum, komu til baka og unnu leikinn. Magnaður karakter hjá Reading sem er í sjötta sæti deildarinnar. West Ham er í því áttunda.

Á toppi deildarinnar er Chelsea með 19 stig. Chelsea burstaði Birmingham 6-0 og Man City, sem er í öðru sæti, burstaði Bristol City.

Manchester United, sem vann 11-1 sigur á Leicester í deildabikarnum í vikunni, vann þá 4-0 sigur á Brighton. Man Utd er í fimmta sæti með 19 stig.

Arsenal lagði þá Liverpool að velli. Hin hollenska Vivanne Miedema skoraði sigurmarkið. Arsenal er í þriðja sæti, en Liverpool er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins.

Úrslit dagsins:
Man Utd 4 - 0 Brighton
Bristol City 0 - 5 Man City
Everton 3 - 1 Tottenham
Arsenal 1 - 0 Liverpool
Birmingham 0 - 6 Chelsea
West Ham 2 - 3 Reading
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner