Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. nóvember 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Bale minnkar notkun á golfhermi til að halda sér heilum
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: EPA
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale gerir allt til þess að halda sér heilum á heimsmeistaramótinu í Katar, en það segir ýmislegt þegar hann hefur minnkað notkun á golfhermi sem staðsettur er á æfingasvæði landsliðsins.

Bale skoraði 41. landsliðsmark sitt í 1-1 jafnteflinu gegn Bandaríkjunum á dögunum en mark hans kom úr vítaspyrnu og tryggði fyrsta stigið.

Wales mætir Íran á föstudag í annarri umferð, leikur sem gæti reynst gríðarlega mikilvægur fyrir velska liðið.

Harry Wilson, liðsfélagi Bale, ræddi aðeins aðstöðuna hjá liðinu en þar sagði hann frá því að Bale hefði látið setja upp golfhermi á æfingasvæðinu.

Bale, sem er mikill áhugamaður um golf, var mikið gagnrýndur af fjölmiðlum á Spáni fyrir nokkrum árm, en þar var hann sagður hafa meiri áhuga á því að spila golf heldur en að spila fyrir Real Madrid.

Það var svo gert grín að þessum skrifum eftir að Wales tryggði sig inn á Evrópumótið en liðsfélagar hans í landsliðinu komu þá með borða sem stóð á „Wales. Golf. Madríd. Í þessari röð", en sá borði vakti ekki eins mikla lukku í Madríd og hann gerði í Wales — eins og gefur að skilja.

„Gaz lét setja upp golfhermi hérna og það hafa verið nokkrar keppnir í honum. Hann er mjög góður þegar hann nær sveiflunni en hann hefur ekki spilað mikið undanfarið því það styttist í leikinn. Bakið hans finnur aðeins fyrir því,“ sagði Wilson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner