Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 25. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylgist með Keflavík frá Bretlandi - Mikill aðdáandi Sigga Ragga
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Hauksson, þjálfarar Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Hauksson, þjálfarar Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk knattspyrnufélög eiga aðdáendur um víða veröld. Á Englandi virðast íslensk félagslið nokkuð vinsæl.

Englendingurinn Michael Morgan er þar dæmi en hann er stuðningsmaður ÍA frá Birkinhead á Englandi. Annað dæmi er Lucas Arnold, Englendingur sem fjallar um Pepsi Max-deildina og heldur upp á Grindavík.

Nýlega blossaði upp Twitter-reikningurinn Keflavík FC UK Fans. Það er Breti sem heldur upp á Keflavík, sem er komið aftur upp í Pepsi Max-deildina á nýjan leik.

Fyrir rúmri viku síðan sagði hann frá því af hverju hann heldur með Keflavík.

„Mig hefur langað að fylgjast með íslenskum fótbolta lengi núna. Ástæðan fyrir því að ég held með Keflavík er aðallega út af einum manni. Ég held með Walsall í ensku D-deildinni og það er einn maður sem tengir Keflavík og Walsall... Siggi Eyjólfsson."

Þar er hann að tala um Sigurð Ragnar Eyjólfsson, annan af aðalþjálfurum Keflavíkur. Sem leikmaður spilaði Sigurður Ragnar með Walsall frá 1999 til 2000.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner