Fram gerði 2-2 jafntefli við Val í Lengjubikarnum í kvöld. Ásmundur Arnarsson tók við þjálfun Fram eftir síðasta tímabil en hann vonast til að liðið geti tekið þátt í toppbaráttu 1. deildarinnar í sumar.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 2 Fram
„Þegar maður tekur veturinn finnst mér vera góður stígandi í liðinu," segir Ásmundur sem segir að æfingahópur Fram sé heldur stór og margir menn jafnir.
„Það þýðir á jákvæðan hátt að það sé samkeppni um stöðurnar. Þá kallar maður eftir því að einhverjir stígi upp og taki plássið á vellinum."
„Það er skrítin staða sem félagið er í. Það hafa verið miklar hrókeringar, bæði hvað varðar leikmenn, þjálfara og jafnvel stjórnir. Það er margt óljóst í félaginu. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími en skemmtilegur."
„Veistu um eitthvað lið í 1. deildinni sem er ekki að gæla við að komast upp? Þetta verður hörkudeild og mörg lið sem ætla sér að vera í baráttunni. Að sjálfsögðu ætlum við að taka þátt í slagnum. Það er ekkert annað."
Viðtalið við Ásmund má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















