Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingalið Eupen tapaði fimmta leiknum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristian Nökkvi Hlynsson og hans menn í Ajax töpuðu fyrir AZ Alkmaar, 2-0, í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Ajax er nú án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum.

Landsliðsmaðurinn var eins og venjulega í byrjunarliði Ajax á meðan enski landsliðsmaðurinn Jordan Henderson sat á bekknum.

Ruben van Bommel, sonur hollensku goðsagnarinnar Mark van Bommel, skoraði bæði mörk AZ í leiknum.

Kristian fór af velli á 80. mínútu leiksins og þá kom Henderson ekkert við sögu.

AZ er í 4. sæti deildarinnar með 42 stig, nú stigum stigum á undan Ajax sem er í 5. sætinu.

Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson spiluðu báðir í 2-0 tapi Eupen gegn Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni. Guðlaugur var í byrjunarliðinu en Alfreð kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Eupen hefur nú tapað fimm deildarleikjum í röð og er í næst neðsta sæti með 21 stig, þremur stigum frá botninum.
Athugasemdir
banner
banner